Kýrnar á Stóru Mörk III mjólka mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2024 20:31 Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson, kúabændur á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum, sem hafa verið verðlaunuð fyrir að vera með nytjahæsta kúabúið á Íslandi fyrir árið 2023. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vantar ekki mjólkurmagnið í kýrnar á bæ undir Eyjafjöllunum enda var búið að fá verðlaun fyrir að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi á síðasta ári. Sú kýr sem mjólkar þar mest í dag er að mjólka fimmtíu lítra hvern einasta dag. Þá vekur athygli að bændurnir á bænum eru ekki með neina búfræðismenntun. Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira