Lee Hsien Loong sagði á blaðamannafundi í Melbourne í Ástralíu í gær að stjórnvöld í Singapore og fulltrúar Swift hefðu komist að samkomulagi um að hún héldi tónleika í borgríkinu en hvergi annars staðar á svæðinu, gegn ákveðinni fyrirgreiðslu.
„Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel,“ sagði ráðherrann. „Ég sé þetta ekki sem óvinsamlegt“.
Sex tónleikar eru á dagskránni í Singapore og uppselt á þá alla.
Nágrannar Singapore eru hins vegar ekki sammála Lee og hefur fyrirkomulagið meðal annars verið gagnrýnt af ráðamönnum í Taílandi og á Filippseyjum. Þetta væri ekki eitthvað sem góðir grannar gerðu.
Þá hafa aðdáendur súperstjörnunnar einnig lýst vonbrigðum.
Talsmenn Swift hafa ekki tjáð sig um málið.