Kosningamaskína Baldurs ræsir vélarnar Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2024 11:36 Valli Sport, Felix og Baldur og Gunni Helga. Valli sport lét gera sérstaka könnun þar sem fram kemur að hugur þjóðarinnar til framboðs Baldurs er afar jákvætt. Það gefur hugsanlegu framboðinu byr undir báða vængi. vísir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði virðist hafa undirbúið framboð sitt til forseta Íslands gaumgæfilega án þess þó að hafa tilkynnt um það formlega. Vel mannað kosningateymi gefur vísbendingar og fyrir liggur könnun sem ætti að gefa Baldri byr undir báða vængi. Baldur og Felix - alla leið er nafnið á Facebook-hópi sem telur 6.500 manns nú þegar þetta er skrifað og fjölgar sífellt. Gunnar Helgason, góðvinur hjónanna og hægri helmingur dúettsins Gunni og Felix, fer fyrir hópnum þar sem fólk skorar á Baldur að bjóða sig fram. Til hópsins var stofnað eftir að hópur fólks hittist á heimili Baldurs og Felix í gærkvöldi til að fara yfir málin og stöðuna. Þangað var komið saman fólk úr ólíkum áttum sem átti það sameiginlegt að geta hugsað sér Baldur sem forseta. Könnun kynnt fyrir mannskapnum Þar var meðal annarra mættur Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli sport, og kynnti hann fyrir hópnum könnun sem hann lét gera en þar var hugur þjóðarinnar til framboðs Baldurs kannaður. Valli kynnti könnun sína á fundi stuðningsmanna Baldurs í gær.aðsend Í könnuninni er til samanburður við tvo aðra einstaklinga sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur; þau Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri og Höllu Tómasdóttur forstjóra. Óhætt er að segja að Baldur komi mjög vel út úr þeim samanburði. „Ástæðan fyrir því að ég gerði þessa könnun núna og einnig fyrir 8 árum var að ég hef persónulega mikinn áhuga á að fá Baldur og Felix á Bessastaði og ég veit að það eru margir með sömu skoðun,“ segir Valli í samtali við Vísi. Könnunin var lög fyrir í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðaskrá á netinu. Svarendur eru allstaðar að af landinu 18 ára og eldri. Könnunin fór fram 7. til 13. febrúar 2024 og voru svarendur 967 talsins. Í könnuninni kemur eitt og annað athyglisvert fram en þjóðin virðist jákvæð gagnvart því að Baldur bjóði sig fram. Niðurstöðurnar eru brotnar niður og kemur til dæmis í ljós að konur eru áfram um að Baldur gefi kost á sér. Sé litið til þess hvaða flokka svarendur styðja eru Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, sem er reyndar lítill í könnuninni, eru helst mótfallnir Baldri. „Báðir eru þeir framúrskarandi menn og væru frábært teymi í þetta mikilvæga starf. Baldur er einn fremsti fræðimaður í heiminum, á sínu sviði, sem er um áhrifa smáríkja.“ Fyrsti yfirlýsti samkynhneigði forsetinn Valli segir Baldur þekkja stjórnkerfið út og inn, sem skiptir máli, auk þess að koma mjög vel fyrir. Felix, sem undanfarin ár hefur verið helsta sprautan í Eurovision fyrir Íslands hönd, sjónvarpsmaður og rithöfundur, væri „verulega sterkur stuðningur við þau verkefni sem forsetinn þarf að takast á við ásamt því hversu góður hann er í tengslamyndun. Þeir hafa báðir mjög fallega sýn á heiminn og kunna að fá fólk með sér,“ segir Valli. Og hann bætir við, því sem má heita rúsínan í pylsuendanum: „Til viðbótar þá hefur það hvergi gerst í heiminum að samkynhneigður einstaklingur hefur verð þjóðkjörinn forseti. Það væru góð mannréttindaskilaboð frá Íslandi að það myndi gerast.“ Reyndar er þetta ofsagt hjá Valla, nokkur dæmi eru um samkynhneigða forseta svo sem Edgars Rinkēvičs í Lettlandi en hann er þingkjörinn, Baldur yrði vissulega fyrsti yfirlýst samkynhneigði þjóðkjörni einstaklingurinn á Bessastöðum. Valli segir Felix frábæra viðbót við framboð Baldurs en þeir yrðu fyrstu samkynhneigða forsetaparið sem Valli telur góð skilaboð út í hinn stóra heim. Valli segir að til að fá þetta í samhengi hafi hann valið að láta einnig kanna stuðning við Ólaf Jóhann og Höllu. „En þau voru valin þar sem ég taldi líklegt að þau væru að undirbúa framboð. Könnunin er gerð svona þar sem það sýnir best hvaða möguleika fólk hefur á þessum tímapunki að skoða hversu margir eru jákvæðir fyrir framboðinu frekar en hvern það myndi kjósa. Það er ekki hægt að kanna það þegar enginn veit hverjir eru í framboði.“ Eins og áður sagði kynnti Valli könnunina fyrir stuðningsmönnum Baldurs, innsta hring í gær, og var gerður góður rómur af því sem þar kemur fram. Veraldarvön í kosningum mætt til leiks Athygli vekur að meðal þeirra sem eru mættir í Facebook-hópinn er fólk sem hefur verið í lykilhlutverki bak við tjöldin í hinum ýmsu kosningabaráttum undanfarin ár. Meðal annars framboð Jóns Atla Benediktssonar til rektors Háskóla Íslands, framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hjá Sjálfstæðisflokknum og líklega ber hæst framboð Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands fyrir átta árum. Heimir Hannesson fagnar sigri í forsetakosningunum með Elizu Reid og Guðna fyrir átta árum. Um er að ræða meðal annars þau Erlu Maríu Tölgyes, Heimir Hannesson, Janus Arn Guðmundsson, Ísak Rúnarsson og Sigurð Helga Birgisson. Erla María og Janus voru á meðal fundargesta í gær. Um er að ræða sannkallaða reynslubolta sem virðast nú vinna í því hörðum höndum að tryggja að Baldur verði næsti forseti Íslands. Það er gulls í gildi að hafa sterkt kosningateymi á bak við sig þegar farið er í baráttuna. Ísak og Erla María fagna sigri Jóns Atla í kjöri til rektors Háskóla Íslands. Hvort Baldur fari fram þó líklegur sé er enn óvíst þó það verði að teljast afar líklegt eins og staðan er í dag. Hann var spurður um það síðast í morgun og tók því ekki ólíklega. Hann fylgist með stöðunni og bíður eftir rétta tímanum til að bjóða sig fram, eða ekki. Halla Tómasdóttir er á sama stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhugar Halla alvarlega framboð en hún bauð sig fram gegn Guðna fyrir átta árum og sóttist henni ásmegin eftir því sem á baráttuna leið. Þá liggur Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sömuleiðis undir feldi. Fer Katrín fram eða ekki? En eftir hverju bíða þremenningarnir? Jú, það skiptir miklu máli að fara fram á réttum tíma og að vita nákvæmlega hvernig landið liggur. Fyrir átta árum kom Guðni fram seint og um síðir eftir að hafa birst í sjónvarpi sem sérstakur greinandi Ríkisútvarpsins. Þannig gæti reynst slæmt að tilkynna framboð og fá svo gríðarlega sterkt mótframboð. Eitt slíkt sem þau þrjú gætu óttast væri framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín var spurð að því í óundirbúnum fyrirspurnum í gær hvort hún ætlaði í forsetaframboð. Katrín var sérstaklega beðin um að svara spurningunni já eða nei. Það gerði hún ekki. Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ En heyrst hefur úr herbúðum hennar að um páskana gæti komið fram alvöru framboð og þar beinast sjónir manna að Katrínu. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Halla Tómasdóttir liggur undir feldi Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár. 7. janúar 2024 13:11 Þegar Ari Trausti rauk úr beinni útsendingu Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna. 28. febrúar 2024 14:30 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Baldur og Felix - alla leið er nafnið á Facebook-hópi sem telur 6.500 manns nú þegar þetta er skrifað og fjölgar sífellt. Gunnar Helgason, góðvinur hjónanna og hægri helmingur dúettsins Gunni og Felix, fer fyrir hópnum þar sem fólk skorar á Baldur að bjóða sig fram. Til hópsins var stofnað eftir að hópur fólks hittist á heimili Baldurs og Felix í gærkvöldi til að fara yfir málin og stöðuna. Þangað var komið saman fólk úr ólíkum áttum sem átti það sameiginlegt að geta hugsað sér Baldur sem forseta. Könnun kynnt fyrir mannskapnum Þar var meðal annarra mættur Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli sport, og kynnti hann fyrir hópnum könnun sem hann lét gera en þar var hugur þjóðarinnar til framboðs Baldurs kannaður. Valli kynnti könnun sína á fundi stuðningsmanna Baldurs í gær.aðsend Í könnuninni er til samanburður við tvo aðra einstaklinga sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur; þau Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri og Höllu Tómasdóttur forstjóra. Óhætt er að segja að Baldur komi mjög vel út úr þeim samanburði. „Ástæðan fyrir því að ég gerði þessa könnun núna og einnig fyrir 8 árum var að ég hef persónulega mikinn áhuga á að fá Baldur og Felix á Bessastaði og ég veit að það eru margir með sömu skoðun,“ segir Valli í samtali við Vísi. Könnunin var lög fyrir í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðaskrá á netinu. Svarendur eru allstaðar að af landinu 18 ára og eldri. Könnunin fór fram 7. til 13. febrúar 2024 og voru svarendur 967 talsins. Í könnuninni kemur eitt og annað athyglisvert fram en þjóðin virðist jákvæð gagnvart því að Baldur bjóði sig fram. Niðurstöðurnar eru brotnar niður og kemur til dæmis í ljós að konur eru áfram um að Baldur gefi kost á sér. Sé litið til þess hvaða flokka svarendur styðja eru Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, sem er reyndar lítill í könnuninni, eru helst mótfallnir Baldri. „Báðir eru þeir framúrskarandi menn og væru frábært teymi í þetta mikilvæga starf. Baldur er einn fremsti fræðimaður í heiminum, á sínu sviði, sem er um áhrifa smáríkja.“ Fyrsti yfirlýsti samkynhneigði forsetinn Valli segir Baldur þekkja stjórnkerfið út og inn, sem skiptir máli, auk þess að koma mjög vel fyrir. Felix, sem undanfarin ár hefur verið helsta sprautan í Eurovision fyrir Íslands hönd, sjónvarpsmaður og rithöfundur, væri „verulega sterkur stuðningur við þau verkefni sem forsetinn þarf að takast á við ásamt því hversu góður hann er í tengslamyndun. Þeir hafa báðir mjög fallega sýn á heiminn og kunna að fá fólk með sér,“ segir Valli. Og hann bætir við, því sem má heita rúsínan í pylsuendanum: „Til viðbótar þá hefur það hvergi gerst í heiminum að samkynhneigður einstaklingur hefur verð þjóðkjörinn forseti. Það væru góð mannréttindaskilaboð frá Íslandi að það myndi gerast.“ Reyndar er þetta ofsagt hjá Valla, nokkur dæmi eru um samkynhneigða forseta svo sem Edgars Rinkēvičs í Lettlandi en hann er þingkjörinn, Baldur yrði vissulega fyrsti yfirlýst samkynhneigði þjóðkjörni einstaklingurinn á Bessastöðum. Valli segir Felix frábæra viðbót við framboð Baldurs en þeir yrðu fyrstu samkynhneigða forsetaparið sem Valli telur góð skilaboð út í hinn stóra heim. Valli segir að til að fá þetta í samhengi hafi hann valið að láta einnig kanna stuðning við Ólaf Jóhann og Höllu. „En þau voru valin þar sem ég taldi líklegt að þau væru að undirbúa framboð. Könnunin er gerð svona þar sem það sýnir best hvaða möguleika fólk hefur á þessum tímapunki að skoða hversu margir eru jákvæðir fyrir framboðinu frekar en hvern það myndi kjósa. Það er ekki hægt að kanna það þegar enginn veit hverjir eru í framboði.“ Eins og áður sagði kynnti Valli könnunina fyrir stuðningsmönnum Baldurs, innsta hring í gær, og var gerður góður rómur af því sem þar kemur fram. Veraldarvön í kosningum mætt til leiks Athygli vekur að meðal þeirra sem eru mættir í Facebook-hópinn er fólk sem hefur verið í lykilhlutverki bak við tjöldin í hinum ýmsu kosningabaráttum undanfarin ár. Meðal annars framboð Jóns Atla Benediktssonar til rektors Háskóla Íslands, framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hjá Sjálfstæðisflokknum og líklega ber hæst framboð Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands fyrir átta árum. Heimir Hannesson fagnar sigri í forsetakosningunum með Elizu Reid og Guðna fyrir átta árum. Um er að ræða meðal annars þau Erlu Maríu Tölgyes, Heimir Hannesson, Janus Arn Guðmundsson, Ísak Rúnarsson og Sigurð Helga Birgisson. Erla María og Janus voru á meðal fundargesta í gær. Um er að ræða sannkallaða reynslubolta sem virðast nú vinna í því hörðum höndum að tryggja að Baldur verði næsti forseti Íslands. Það er gulls í gildi að hafa sterkt kosningateymi á bak við sig þegar farið er í baráttuna. Ísak og Erla María fagna sigri Jóns Atla í kjöri til rektors Háskóla Íslands. Hvort Baldur fari fram þó líklegur sé er enn óvíst þó það verði að teljast afar líklegt eins og staðan er í dag. Hann var spurður um það síðast í morgun og tók því ekki ólíklega. Hann fylgist með stöðunni og bíður eftir rétta tímanum til að bjóða sig fram, eða ekki. Halla Tómasdóttir er á sama stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhugar Halla alvarlega framboð en hún bauð sig fram gegn Guðna fyrir átta árum og sóttist henni ásmegin eftir því sem á baráttuna leið. Þá liggur Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sömuleiðis undir feldi. Fer Katrín fram eða ekki? En eftir hverju bíða þremenningarnir? Jú, það skiptir miklu máli að fara fram á réttum tíma og að vita nákvæmlega hvernig landið liggur. Fyrir átta árum kom Guðni fram seint og um síðir eftir að hafa birst í sjónvarpi sem sérstakur greinandi Ríkisútvarpsins. Þannig gæti reynst slæmt að tilkynna framboð og fá svo gríðarlega sterkt mótframboð. Eitt slíkt sem þau þrjú gætu óttast væri framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín var spurð að því í óundirbúnum fyrirspurnum í gær hvort hún ætlaði í forsetaframboð. Katrín var sérstaklega beðin um að svara spurningunni já eða nei. Það gerði hún ekki. Katrín kom þá í púlt öðru sinni og svarið var: „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu.“ En heyrst hefur úr herbúðum hennar að um páskana gæti komið fram alvöru framboð og þar beinast sjónir manna að Katrínu.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Halla Tómasdóttir liggur undir feldi Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár. 7. janúar 2024 13:11 Þegar Ari Trausti rauk úr beinni útsendingu Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna. 28. febrúar 2024 14:30 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00
Halla Tómasdóttir liggur undir feldi Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár. 7. janúar 2024 13:11
Þegar Ari Trausti rauk úr beinni útsendingu Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna. 28. febrúar 2024 14:30
Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18