Oddur frá Þýskalandi heim í Þór: „Sýnir ótrúlega tryggð“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 12:03 Oddur Gretarsson hefur spilað sem atvinnumaður í rúman áratug en snýr heim í sumar. Getty/Tom Weller Hornamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson snýr aftur heim til Þórs á Akureyri næsta sumar og mun spila með liðinu á næstu leiktíð. Oddur hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi síðustu ellefu ár eða frá því að hann fór frá Akureyri til Emsdetten sumarið 2013. Hann hefur leikið með Balingen frá árinu 2017 en í gær tilkynnti félagið að hann væri á förum í sumar. Nú er orðið ljóst að hann mun spila með Þór, þar sem hann er uppalinn. Ekki er þó ljóst í hvaða deild það verður en Þórsarar spila í Grill 66 deildinni í vetur og eiga fyrir höndum harða baráttu um að komast upp í Olís-deildina. ÍR-ingar eru í bestri stöðu, með 22 stig og þrjá leiki eftir, en eitt þessara liða fer beint upp í Olís-deildina. Hin fara í þriggja liða umspil. Fjölnir er með 21 stig og tvo leiki eftir, og Þór og Hörður með 18 stig en Þór á tvo leiki eftir en Hörður þrjá. Það eru því allar líkur á að Þórsarar fari í umspilið og líklegt að þeir þurfi að slá út tvö lið, til að komast í Olís-deildina. Oddur, sem verður 34 ára á árinu, á að baki 30 A-landsleiki og var til að mynda í hópnum sem fór á HM í Egyptalandi fyrir þremur árum. „Hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds“ Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, er gríðarlega ánægður með að fá Odd heim og segir það hvalreka fyrir félagið. „Hann er reynslumikill leikmaður með ótrúlegan feril að baki. Þetta er það sem við stefnum að auðvitað, að reyna að búa til umgjörð og lið sem uppalda Þórsara langi til og vilji snúa heim í og er Oddur stórt skref í þá átt,“ segir Halldór Örn á heimasíðu Þórs. „Oddur er ekki bara mikilvægur fyrir meistaraflokkinn heldur líka yngri flokka félagsins. Hann sýnir ótrúlega tryggð við uppeldisfélagið með því að koma heim í Þorpið. Mikil vinna er að baki og sýnir að Þór er í sókn í öllum deildum félagsins. Ég hlakka mikið til að vinna með Oddi og erum við mjög spenntir að fá hann inn með alla hans reynslu. Hann vill ná árangri með sínu félagi og við munum vinna áfram að þeirri stefnu sem við höfum mótað. Ég hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds, að koma heim og sýna þessa tryggð,“ segir Halldór Örn. Oddur er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokki félagsins. Hann spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi frá tímabilinu 2007/2008, og var valinn íþróttamaður ársins árið 2010 hjá félaginu. Þór Akureyri Handbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Oddur hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi síðustu ellefu ár eða frá því að hann fór frá Akureyri til Emsdetten sumarið 2013. Hann hefur leikið með Balingen frá árinu 2017 en í gær tilkynnti félagið að hann væri á förum í sumar. Nú er orðið ljóst að hann mun spila með Þór, þar sem hann er uppalinn. Ekki er þó ljóst í hvaða deild það verður en Þórsarar spila í Grill 66 deildinni í vetur og eiga fyrir höndum harða baráttu um að komast upp í Olís-deildina. ÍR-ingar eru í bestri stöðu, með 22 stig og þrjá leiki eftir, en eitt þessara liða fer beint upp í Olís-deildina. Hin fara í þriggja liða umspil. Fjölnir er með 21 stig og tvo leiki eftir, og Þór og Hörður með 18 stig en Þór á tvo leiki eftir en Hörður þrjá. Það eru því allar líkur á að Þórsarar fari í umspilið og líklegt að þeir þurfi að slá út tvö lið, til að komast í Olís-deildina. Oddur, sem verður 34 ára á árinu, á að baki 30 A-landsleiki og var til að mynda í hópnum sem fór á HM í Egyptalandi fyrir þremur árum. „Hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds“ Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, er gríðarlega ánægður með að fá Odd heim og segir það hvalreka fyrir félagið. „Hann er reynslumikill leikmaður með ótrúlegan feril að baki. Þetta er það sem við stefnum að auðvitað, að reyna að búa til umgjörð og lið sem uppalda Þórsara langi til og vilji snúa heim í og er Oddur stórt skref í þá átt,“ segir Halldór Örn á heimasíðu Þórs. „Oddur er ekki bara mikilvægur fyrir meistaraflokkinn heldur líka yngri flokka félagsins. Hann sýnir ótrúlega tryggð við uppeldisfélagið með því að koma heim í Þorpið. Mikil vinna er að baki og sýnir að Þór er í sókn í öllum deildum félagsins. Ég hlakka mikið til að vinna með Oddi og erum við mjög spenntir að fá hann inn með alla hans reynslu. Hann vill ná árangri með sínu félagi og við munum vinna áfram að þeirri stefnu sem við höfum mótað. Ég hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds, að koma heim og sýna þessa tryggð,“ segir Halldór Örn. Oddur er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokki félagsins. Hann spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi frá tímabilinu 2007/2008, og var valinn íþróttamaður ársins árið 2010 hjá félaginu.
Þór Akureyri Handbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira