Forstjórinn tekur fram kjuðana á ný Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 10:28 Birgir við settið hjá Dimmu. Þangað hvarflar hugurinn. vísir/vilhelm Birgir Jónsson forstjóri Play hefur ákveðið að rífa fram kjuðana á ný og hefja leik með sínum fornu félögum í þungarokkssveitinni Dimmu. „Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út. Tónlist Play Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Sjá meira
„Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út.
Tónlist Play Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Sjá meira