Bessí tekur við af Blöndal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2024 16:48 Drífa, Ingibjörg og Bessí standa á tímamótum. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi kennari við Verzlunarskóla Íslands og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna (SES) á fjölmennum aðalfundi félagsins, sem fram fór í Valhöll í dag. Flokkurinn stendur á tímamótum því með kjöri Bessíar gegna konur nú öllum embættum innan stjórnar Samtaka Sjálfstæðismanna í fyrsta skipti. Bessí tekur við Halldóri Blöndal, fyrrverandi forseta Alþingis og samgönguráðherra, en hann hefur gegnt formennsku í félaginu sl. 15 ár. Þá var Ingibjörg H. Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Félags eldri borgara, kjörinn varaformaður og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður, kjörin ritari. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þakkar Halldóri Blöndal fyrir vel unnin störf.Hildur Sverrisdóttir „Þessi fundur markar tímamót þar sem konur gegna nú öllum embættum innan stjórnar Samtaka eldri Sjálfstæðismanna. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni, en kjósendahópur eldra fólks fer sístækkandi. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að bretta upp ermar og vinna að brýnum verkefnum í þágu þessa hóps. Þó orð séu til alls fyrst, þá er nokkuð ljóst að það þarf efndir og athafnir í stað orða. Við ætlum að koma málefnum eldri borgara á dagskrá Sjálfstæðisflokksins,“ segir Bessí Jóhannsdóttir, nýkjörinn formaður SES, í tilkynningu. Bessí ásamt Jóhönnu Margréti dóttur sinni á frumsýningu Eitraðrar lítillar pillu í Borgarleikhúsinu á dögunum.OWEN FIENE Auk Bessíar, Ingibjargar og Drífu voru Finnbogi Björnsson, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Hallvarðsson, Hafsteinn Valsson, Leifur A. Ísaksson og Þór Guðmundsson kjörin í stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn Eldri borgarar Tengdar fréttir Sigurður Ágúst kjörinn formaður Félags eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson var í dag kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins með rúmlega 60 prósent atkvæða. Meint hallarbylting sem fjallað var um í dag raungerðist. 21. febrúar 2024 20:31 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Flokkurinn stendur á tímamótum því með kjöri Bessíar gegna konur nú öllum embættum innan stjórnar Samtaka Sjálfstæðismanna í fyrsta skipti. Bessí tekur við Halldóri Blöndal, fyrrverandi forseta Alþingis og samgönguráðherra, en hann hefur gegnt formennsku í félaginu sl. 15 ár. Þá var Ingibjörg H. Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Félags eldri borgara, kjörinn varaformaður og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður, kjörin ritari. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þakkar Halldóri Blöndal fyrir vel unnin störf.Hildur Sverrisdóttir „Þessi fundur markar tímamót þar sem konur gegna nú öllum embættum innan stjórnar Samtaka eldri Sjálfstæðismanna. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni, en kjósendahópur eldra fólks fer sístækkandi. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að bretta upp ermar og vinna að brýnum verkefnum í þágu þessa hóps. Þó orð séu til alls fyrst, þá er nokkuð ljóst að það þarf efndir og athafnir í stað orða. Við ætlum að koma málefnum eldri borgara á dagskrá Sjálfstæðisflokksins,“ segir Bessí Jóhannsdóttir, nýkjörinn formaður SES, í tilkynningu. Bessí ásamt Jóhönnu Margréti dóttur sinni á frumsýningu Eitraðrar lítillar pillu í Borgarleikhúsinu á dögunum.OWEN FIENE Auk Bessíar, Ingibjargar og Drífu voru Finnbogi Björnsson, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Hallvarðsson, Hafsteinn Valsson, Leifur A. Ísaksson og Þór Guðmundsson kjörin í stjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn Eldri borgarar Tengdar fréttir Sigurður Ágúst kjörinn formaður Félags eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson var í dag kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins með rúmlega 60 prósent atkvæða. Meint hallarbylting sem fjallað var um í dag raungerðist. 21. febrúar 2024 20:31 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sigurður Ágúst kjörinn formaður Félags eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson var í dag kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins með rúmlega 60 prósent atkvæða. Meint hallarbylting sem fjallað var um í dag raungerðist. 21. febrúar 2024 20:31