Síðasta sláturhúsi Austurlands lokað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. mars 2024 16:46 Vopnafjörður. Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins í dag. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir rekstraraðstæður sláturfélagsins gera það að verkum að félagið sé ekki lengur samkeppnishæft um verð á við stóru húsin. Stjórnin hafi óskað eftir heimild til að hætta slátrun, selja eignir félagsins og slíta félaginu. Hluthafar sláturfélagsins voru um 64 talsins. Meirihlutinn tilheyrði Búnaðarfélagi Vopnafjarðar, Vopnafjaðarhreppi og bændum af svæðinu. Kjarnafæði Norðlenska átti um 35 prósent hlutafjár, en Kjarnafæði var helsti kaupandi afurða félagsins. Talsverð áhrif á samfélag Vopnfirðinga Fjögur heilsársstörf á Vopnafirði hverfa við lokunina, en umreiknuð störf hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga eru um tíu ársstörf. Innspýting 30-40 manns í sauðfjársláturtíð í september og október hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Þetta þýðir einnig að erfiðara verður fyrir Vopnfirðinga að nálgast kjöt á hagstæðu verði. Sláturfélagið hefur selt kjöt beint til neytenda og nærsamfélagsins á einhvern hátt, til dæmis beint í togarana segir Skúli. Þjónusta við bændur verður nú lengra í burtu og flutningur á fé mun lengri, eða um 150-250 km eftir því hvaða sláturhús bændur velji að leggja inn hjá. Reiknað er með því að bændur komist þokkalega að annars staðar. Vopnafjörður Landbúnaður Tengdar fréttir Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins í dag. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir rekstraraðstæður sláturfélagsins gera það að verkum að félagið sé ekki lengur samkeppnishæft um verð á við stóru húsin. Stjórnin hafi óskað eftir heimild til að hætta slátrun, selja eignir félagsins og slíta félaginu. Hluthafar sláturfélagsins voru um 64 talsins. Meirihlutinn tilheyrði Búnaðarfélagi Vopnafjarðar, Vopnafjaðarhreppi og bændum af svæðinu. Kjarnafæði Norðlenska átti um 35 prósent hlutafjár, en Kjarnafæði var helsti kaupandi afurða félagsins. Talsverð áhrif á samfélag Vopnfirðinga Fjögur heilsársstörf á Vopnafirði hverfa við lokunina, en umreiknuð störf hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga eru um tíu ársstörf. Innspýting 30-40 manns í sauðfjársláturtíð í september og október hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Þetta þýðir einnig að erfiðara verður fyrir Vopnfirðinga að nálgast kjöt á hagstæðu verði. Sláturfélagið hefur selt kjöt beint til neytenda og nærsamfélagsins á einhvern hátt, til dæmis beint í togarana segir Skúli. Þjónusta við bændur verður nú lengra í burtu og flutningur á fé mun lengri, eða um 150-250 km eftir því hvaða sláturhús bændur velji að leggja inn hjá. Reiknað er með því að bændur komist þokkalega að annars staðar.
Vopnafjörður Landbúnaður Tengdar fréttir Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01