Tommi Steindórs vorkenndi Dagnýju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 06:31 Dagný Brynjarsdóttir leiðir hér West Ham liðið út sem fyrirliði en með henni er sonurinn Brynjar Atli. Getty/Henry Browne Besti vinur Dagnýjar Brynjarsdóttur í æsku var sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og hann er í viðtali í nýju heimildarmyndinni um íslensku landsliðskonuna. Enska fótboltafélagið West Ham hefur framleitt heimildarmyndina „Ómarsson“ sem er um meðgöngu íslensku landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem í síðasta mánuði eignaðist sinn annan son. West Ham gerir að sjálfsögðu mikið úr því að Dagný var mikil West Ham kona í æsku og Tómas Steindórsson og faðir hans áttu nú örugglega talsverðan þátt í því þegar þau ólust upp á Hellu. West Ham sýndi stutt brot úr myndinni og þar eru Tómas og þjálfarinn Gunnar Rafn Borgþórsson í aðalhlutverki. „Faðir minn var eins og ég og efaðist alltaf um það að Dagný ætlaði að styðja West Ham. Við þurfum fleiri West Ham stuðningsmenn hér á Hellu sagði hann og það verður að vera Dagný,“ sagði Tómas. „Ég vorkenndi alltaf Dagný því ég ætlaði alltaf að spila fyrir West Ham en West Ham var ekki með kvennalið. Síðan fékk hún tækifæri til að spila fyrir West Ham og ég trúði því varla að hún væri að fara að spila fyrir West Ham,“ sagði Tómas. „Ég hef alltaf verið stoltur stuðningsmaður West Ham en þegar hún skrifaði undir þar þá var þetta á allt öðru stigi. Ég sagði öllum frá því að besti vinur minn væri að skrifa undir hjá West Ham,“ sagði Tómas. „Ég hafði auðvitað séð myndirnar af henni í West Ham treyjunni því hún er sannur stuðningsmaður West Ham liðsins. Ég er virkilega ánægður með það að hún hafi fengið þetta tækifæri og hafi stokkið á það,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson sem var einnig í viðtali. Hér fyrir neðan má sjá brotið úr heimildarmyndinni. I told everybody that my best friend is signing for West Ham! An exclusive clip from Ómarsson - showcasing the journey of a lifelong fan not only playing for, but captaining the team that she loves. The documentary lands on our YouTube channel this Friday (8 March), 12pm pic.twitter.com/8d9kUCTqDy— West Ham United Women (@westhamwomen) March 7, 2024 Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Enska fótboltafélagið West Ham hefur framleitt heimildarmyndina „Ómarsson“ sem er um meðgöngu íslensku landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem í síðasta mánuði eignaðist sinn annan son. West Ham gerir að sjálfsögðu mikið úr því að Dagný var mikil West Ham kona í æsku og Tómas Steindórsson og faðir hans áttu nú örugglega talsverðan þátt í því þegar þau ólust upp á Hellu. West Ham sýndi stutt brot úr myndinni og þar eru Tómas og þjálfarinn Gunnar Rafn Borgþórsson í aðalhlutverki. „Faðir minn var eins og ég og efaðist alltaf um það að Dagný ætlaði að styðja West Ham. Við þurfum fleiri West Ham stuðningsmenn hér á Hellu sagði hann og það verður að vera Dagný,“ sagði Tómas. „Ég vorkenndi alltaf Dagný því ég ætlaði alltaf að spila fyrir West Ham en West Ham var ekki með kvennalið. Síðan fékk hún tækifæri til að spila fyrir West Ham og ég trúði því varla að hún væri að fara að spila fyrir West Ham,“ sagði Tómas. „Ég hef alltaf verið stoltur stuðningsmaður West Ham en þegar hún skrifaði undir þar þá var þetta á allt öðru stigi. Ég sagði öllum frá því að besti vinur minn væri að skrifa undir hjá West Ham,“ sagði Tómas. „Ég hafði auðvitað séð myndirnar af henni í West Ham treyjunni því hún er sannur stuðningsmaður West Ham liðsins. Ég er virkilega ánægður með það að hún hafi fengið þetta tækifæri og hafi stokkið á það,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson sem var einnig í viðtali. Hér fyrir neðan má sjá brotið úr heimildarmyndinni. I told everybody that my best friend is signing for West Ham! An exclusive clip from Ómarsson - showcasing the journey of a lifelong fan not only playing for, but captaining the team that she loves. The documentary lands on our YouTube channel this Friday (8 March), 12pm pic.twitter.com/8d9kUCTqDy— West Ham United Women (@westhamwomen) March 7, 2024
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira