Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. mars 2024 17:16 Veðurstofan segir ástæðu vera fyrir því að rannsaka betur atburðarásina annan mars. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. Samkvæmt líkanreikningum Veðurstofunnar var kvikugangurinn sem myndaðist annan mars um þriggja kílómetra langur og náði frá Stóra Skógfelli að Hagafelli. Kvikan í honum liggur á 1,2 kílómetra dýpi þar sem hún er grynnst og nær niður á um 3,9 kílómetra dýpi. Um 1,3 milljón rúmmetrar af kviku hlupu í Sundhnúksgígaröðina sem er mun minna magn kviku en í fyrri atburðum. Alls hafa um tíu milljón rúmmetrar hlaupið úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Ekki óalgengt að kvikuhlaup endi án eldgoss „Að öllu jöfnu leitar kvikan að auðveldustu leið til yfirborðs og erfitt að fullyrða hvað kom í veg fyrir það í þetta sinn. Um gæti verið að ræða einhverja fyrirstöðu í farvegi kvikunnar, ekki nægt magn eða þrýsting til að opna gossprungu og jafnvel samspil þessara þátta,“ kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Áætluð lega kvikugangsins sem myndaðist annan mars.Veðurstofan Þar kemur einnig fram að ef horft er til sögu annarra eldhosahrina sé ekki óalgengt að slík kvikuhlaup endi án þess að til eldgoss komi. Til dæmis hafi á tíu ára tímabili við Kröfluelda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar orðið 20 kvikuhlaup en aðeins níu eldgos. „Kvikuhlaupin frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru orðin 5 talsins frá því í nóvember 2023 og 3 þeirra hafa endað með eldgosi. Ekkert er þó hægt að fullyrða á þessu stigi að atburðarásin á Reykjanesskaga komi til með að haga sér eins og umbrotin í Kröflu hvað þetta varðar.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samkvæmt líkanreikningum Veðurstofunnar var kvikugangurinn sem myndaðist annan mars um þriggja kílómetra langur og náði frá Stóra Skógfelli að Hagafelli. Kvikan í honum liggur á 1,2 kílómetra dýpi þar sem hún er grynnst og nær niður á um 3,9 kílómetra dýpi. Um 1,3 milljón rúmmetrar af kviku hlupu í Sundhnúksgígaröðina sem er mun minna magn kviku en í fyrri atburðum. Alls hafa um tíu milljón rúmmetrar hlaupið úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Ekki óalgengt að kvikuhlaup endi án eldgoss „Að öllu jöfnu leitar kvikan að auðveldustu leið til yfirborðs og erfitt að fullyrða hvað kom í veg fyrir það í þetta sinn. Um gæti verið að ræða einhverja fyrirstöðu í farvegi kvikunnar, ekki nægt magn eða þrýsting til að opna gossprungu og jafnvel samspil þessara þátta,“ kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Áætluð lega kvikugangsins sem myndaðist annan mars.Veðurstofan Þar kemur einnig fram að ef horft er til sögu annarra eldhosahrina sé ekki óalgengt að slík kvikuhlaup endi án þess að til eldgoss komi. Til dæmis hafi á tíu ára tímabili við Kröfluelda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar orðið 20 kvikuhlaup en aðeins níu eldgos. „Kvikuhlaupin frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru orðin 5 talsins frá því í nóvember 2023 og 3 þeirra hafa endað með eldgosi. Ekkert er þó hægt að fullyrða á þessu stigi að atburðarásin á Reykjanesskaga komi til með að haga sér eins og umbrotin í Kröflu hvað þetta varðar.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira