Ísak fagnaði sterkum sigri en Ingibjörg bíður enn Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 19:44 Ísak Bergmann Jóhannesson á ferðinni gegn Hamburg í kvöld. Getty/Stefan Brauer Ísak Bergmann Jóhannesson ætti að koma fullur sjálfstrausts í komandi landsliðsverkefni eftir gott gengi hjá Fortuna Düsseldorf. Liðið vann sterkan 2-0 sigur gegn Hamburg í kvöld, í þýsku B-deildinni í fótbolta. Ísak var að vanda í byrjunarliði Düsseldorf og lék nánast allan leikinn. Heimamenn komust yfir á elleftu mínútu, með marki Felix Klaus, og hagur þeirra vænkaðist enn þegar Hamburg missti Moritz Heyer af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. Christos Tzolis innsiglaði svo sigur Düsseldorf á 63. mínútu. Düsseldorf er núna í 7. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir Hamburg sem er í 3. sæti en liðið sem endar í því sæti fer í umspil um að komast upp í efstu deild. St. Pauli og Holstein Kiel eru í efstu tveimur sætunum, með 48 og 43 stig. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig og lék í klukkutíma þegar liðið tók á móti Hansa Rostock, en eftir að Þórir fór af velli skoruðu gestirnir eina mark leiksins. Sigurinn var dýrmætur fyrir Hansa Rostock sem komst upp í 16. sæti, einu stigi upp fyrir Braunschweig sem nú situr í fallsæti. Lið Ingibjargar enn án sigurs Það gengur fátt upp hjá Duisburg, liði landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, en liðið er enn án sigurs eftir fjórtán leiki og virðist ætla að kveðja efstu deild. Ingibjörg gekk til liðs við félagið í janúar. Í kvöld tapaði Duisburg 4-1 fyrir Essen á útivelli, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg. Duisburg er aðeins með fjögur stig í tólfta og neðsta sæti, sjö stigum frá næsta örugga sæti, en Essen er með 18 stig í 8. sæti. Þýski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Ísak var að vanda í byrjunarliði Düsseldorf og lék nánast allan leikinn. Heimamenn komust yfir á elleftu mínútu, með marki Felix Klaus, og hagur þeirra vænkaðist enn þegar Hamburg missti Moritz Heyer af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. Christos Tzolis innsiglaði svo sigur Düsseldorf á 63. mínútu. Düsseldorf er núna í 7. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir Hamburg sem er í 3. sæti en liðið sem endar í því sæti fer í umspil um að komast upp í efstu deild. St. Pauli og Holstein Kiel eru í efstu tveimur sætunum, með 48 og 43 stig. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig og lék í klukkutíma þegar liðið tók á móti Hansa Rostock, en eftir að Þórir fór af velli skoruðu gestirnir eina mark leiksins. Sigurinn var dýrmætur fyrir Hansa Rostock sem komst upp í 16. sæti, einu stigi upp fyrir Braunschweig sem nú situr í fallsæti. Lið Ingibjargar enn án sigurs Það gengur fátt upp hjá Duisburg, liði landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, en liðið er enn án sigurs eftir fjórtán leiki og virðist ætla að kveðja efstu deild. Ingibjörg gekk til liðs við félagið í janúar. Í kvöld tapaði Duisburg 4-1 fyrir Essen á útivelli, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg. Duisburg er aðeins með fjögur stig í tólfta og neðsta sæti, sjö stigum frá næsta örugga sæti, en Essen er með 18 stig í 8. sæti.
Þýski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira