Fjárfest í stafrænni þjónustu fyrir eldra fólk - Reykjavíkurborg leiðandi á Norðurlöndunum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2024 08:31 Reykjavíkurborg leiðir stafræna þjónustu við eldra fólk ekki bara á landsvísu heldur líka á Norðurlöndunum og hefur fjárfest tæplega 356 milljónum króna síðustu sex árin ásamt að hafa fengið um 141 milljón króna mótframlag frá ríkinu - samtals fjárfesting upp á hálfan milljarð króna sem varið hefur verið í stafræna þjónustu umbreytingu hjá velferðarsviði. Utan landsteinanna hefur verið tekið eftir hvað Reykjavíkurborg er þjónustumiðuð en Velferðamiðstöð Norðurlandanna (s. Nordens Välfärdscenter) sem heldur utan um nýsköpun í þjónustu er tengist velferð og kallast í daglegu máli velferðartækni, tilgreinir Reykjavíkurborg í sinni samantekt Norðurlandaþjóðanna sem leiðandi afl á Norðurlöndunum en ekki Ísland. Rafræn miðstöð - fyrsta stopp! Fjölbreytt er hlutverk rafrænnar miðstöðvar en hún tekur við fyrstu erindum og þjónustu beiðnum frá borgarbúum í þörf fyrir velferðarþjónustu með það markmiði að veita íbúum framúrskarandi þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar með rafrænum hætti. Miðstöðin vinnur markvisst að umbótum á þjónustu velferðarsviðs með þarfir íbúa borgarinnar, gæði og skilvirkni að leiðarljósi og er leiðandi í þjónustumenningu, nýtingu stafrænna lausna og velferðartækni hjá velferðarsviði. Hjá Rafrænni miðstöð taka síðan fimm teymi við sem annast fjölbreytta þjónustu meðal annars við eldra fólk en þau eru Þjónustuteymi, Ráðgjafarteymi, Umbótateymi, Velferðartæknismiðja og Skjáver. Öldrunarráðgjöf fyrir borgara og aðstandendur Sérstök öldrunarráðgjöf var tekin í gagnið á síðsta ári hjá Rafrænni miðstöð en þar er hægt að bóka beint símtal á netinu og veita borgaranum og aðstandendum leiðbeiningar, upplýsingar og ráðgjöf. Félagsráðgjafi tekur símtölin, kynnir fjölbreytta þjónustu og eftir atvikum að tengir borgarann við miðstöðvar innan hverfanna sem og aðra þjónustu sem veitt er af hálfu borgarinnar. Skjáheimsóknir, fjarvöktun sjúkdóma og lyfjaskammtarar Skjáverið þjónustar 84 virka notendur í skjáheimsóknum en um er að ræða 800 samtöl á mánuði, sjö daga vikunnar, líka á kvöldin. Heimahjúkrun býður upp á fjarvöktun sjúkdóma fyrir 31 borgaraen um er að ræða fjarvöktun og eftirlit með sjúkdómum sem tengjast hjarta, blóðsykri, krabbameini og blóðþrýstingi. Sem dæmi er eftirlit með hjartabilun til prófunar í 12 mánuði fyrir 20 einstaklinga og er samvinnuverkefni með göngudeild hjartabilunar á Landspítalanum. Blóðþrýstings- og súrefnismælum er komið fyrir á heimilum og eru send sjálfvirk gögn til Skjávers er seinna vöktun og eftirliti með einkennum. Teknir hafa verið í notkun 73 lyfjaskammtarar í heimaþjónustu en Skjáverið sér um rafræna vöktun, utanumhald og annast starfsfólk heimaþjónustu um að fylla á skammtarana. Lyfjaskammtararnir hafa létt verulega undir með starfsfólki þannig að mannauður nýtist betur, tími sparast og valdefling er fyrir þau sem geta tekið lyfin sín sjálf en þurfa stuðning og eftirlit. Fjarsjúkraþjálfun, umönnunaráætlanir og aðstandendur Fjarsjúkraþjálfun er tilraunaverkefni til 9 mánaða en endurhæfingarteymi mun nýta tæknina fyrir sína skjólstæðinga og fær borgarinn til sín spjaldtölvu, gerir æfingar sjálfstætt heima og fylgir þjálfara, einstakling á skjánum, og gera þau æfingar saman. Forritið minnir á þegar æfingatími hefst og annast Skjáverið umsýslu og eftirfylgd. Nýjasta viðbótin í stafrænu umbreytingu við eldra fólk í heimaþjónustu og búsetuþjónustu er Dala-care. Dala care er smáforrit sem heldur utan um umönnunaráætlanir, sem verða aðgengilegar í rauntíma, gefa notanda, aðstandendum og fagfólki kleift að fylgst með. Kerfið heldur utan um skráningu upplýsinga og um leið eykur öryggi notenda, auðveldar starfsfólki skipulagningu og veitingu þjónustunnar og gefur aðstandendum aðgang sé þess þörf. Þannig nýtist dýrmætur tími starfsfólk við persónulega þjónustu þeirra sem þess þurfa í stað þess að verja honum í gagnainnslátt og umsýslu. Innleiðing mun snerta 5000 notendur fyrir utan aðstandendur en fjöldi notenda í heimaþjónustu eru um 4000 borgarar, 474 starfa í heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, 176 starfa í heimahjúkrun og 298 í heimastuðningi. Þúsundir Reykvíkinga munu njóta góðs af þessari þjónustu þegar fram líða stundir. Þarfir borgarans í öndvegi Reykjavíkurborg leiðir starfræna þjónustuþróun á Norðurlöndunum við eldra fólk. Viðkvæm og mikilvæg þjónusta sem komin til að vera. Er viðbót við persónulega þjónustu, hentar sumum en ekki öllum. Við þurfum að þjónusta öll. Ávinningurinn er betri nýting mannafla, aukin skilvirkni, tími og fjármunir sparast. Reykvíkingar geta verið stoltir af þessari mikilvægu vinnu í þágu okkar allra. Áframhaldandi verkefni liggja í loftinu eins og eftirfylgd eftir endurhæfingu, útskrift af spítala og jafnvel hóp- hittingar í gegnum Sjáverið til að taka á einmanaleika og depurð. Tækifærin leynast víða og mun vera spennandi að fylgjast með smiðju velferðatækni næstu misserin í þróun sinni í betri þjónustu fyrir sístækkandi hóp borgarbúa. Við erum á fleygi ferð! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Stafræn þróun Eldri borgarar Borgarstjórn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg leiðir stafræna þjónustu við eldra fólk ekki bara á landsvísu heldur líka á Norðurlöndunum og hefur fjárfest tæplega 356 milljónum króna síðustu sex árin ásamt að hafa fengið um 141 milljón króna mótframlag frá ríkinu - samtals fjárfesting upp á hálfan milljarð króna sem varið hefur verið í stafræna þjónustu umbreytingu hjá velferðarsviði. Utan landsteinanna hefur verið tekið eftir hvað Reykjavíkurborg er þjónustumiðuð en Velferðamiðstöð Norðurlandanna (s. Nordens Välfärdscenter) sem heldur utan um nýsköpun í þjónustu er tengist velferð og kallast í daglegu máli velferðartækni, tilgreinir Reykjavíkurborg í sinni samantekt Norðurlandaþjóðanna sem leiðandi afl á Norðurlöndunum en ekki Ísland. Rafræn miðstöð - fyrsta stopp! Fjölbreytt er hlutverk rafrænnar miðstöðvar en hún tekur við fyrstu erindum og þjónustu beiðnum frá borgarbúum í þörf fyrir velferðarþjónustu með það markmiði að veita íbúum framúrskarandi þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar með rafrænum hætti. Miðstöðin vinnur markvisst að umbótum á þjónustu velferðarsviðs með þarfir íbúa borgarinnar, gæði og skilvirkni að leiðarljósi og er leiðandi í þjónustumenningu, nýtingu stafrænna lausna og velferðartækni hjá velferðarsviði. Hjá Rafrænni miðstöð taka síðan fimm teymi við sem annast fjölbreytta þjónustu meðal annars við eldra fólk en þau eru Þjónustuteymi, Ráðgjafarteymi, Umbótateymi, Velferðartæknismiðja og Skjáver. Öldrunarráðgjöf fyrir borgara og aðstandendur Sérstök öldrunarráðgjöf var tekin í gagnið á síðsta ári hjá Rafrænni miðstöð en þar er hægt að bóka beint símtal á netinu og veita borgaranum og aðstandendum leiðbeiningar, upplýsingar og ráðgjöf. Félagsráðgjafi tekur símtölin, kynnir fjölbreytta þjónustu og eftir atvikum að tengir borgarann við miðstöðvar innan hverfanna sem og aðra þjónustu sem veitt er af hálfu borgarinnar. Skjáheimsóknir, fjarvöktun sjúkdóma og lyfjaskammtarar Skjáverið þjónustar 84 virka notendur í skjáheimsóknum en um er að ræða 800 samtöl á mánuði, sjö daga vikunnar, líka á kvöldin. Heimahjúkrun býður upp á fjarvöktun sjúkdóma fyrir 31 borgaraen um er að ræða fjarvöktun og eftirlit með sjúkdómum sem tengjast hjarta, blóðsykri, krabbameini og blóðþrýstingi. Sem dæmi er eftirlit með hjartabilun til prófunar í 12 mánuði fyrir 20 einstaklinga og er samvinnuverkefni með göngudeild hjartabilunar á Landspítalanum. Blóðþrýstings- og súrefnismælum er komið fyrir á heimilum og eru send sjálfvirk gögn til Skjávers er seinna vöktun og eftirliti með einkennum. Teknir hafa verið í notkun 73 lyfjaskammtarar í heimaþjónustu en Skjáverið sér um rafræna vöktun, utanumhald og annast starfsfólk heimaþjónustu um að fylla á skammtarana. Lyfjaskammtararnir hafa létt verulega undir með starfsfólki þannig að mannauður nýtist betur, tími sparast og valdefling er fyrir þau sem geta tekið lyfin sín sjálf en þurfa stuðning og eftirlit. Fjarsjúkraþjálfun, umönnunaráætlanir og aðstandendur Fjarsjúkraþjálfun er tilraunaverkefni til 9 mánaða en endurhæfingarteymi mun nýta tæknina fyrir sína skjólstæðinga og fær borgarinn til sín spjaldtölvu, gerir æfingar sjálfstætt heima og fylgir þjálfara, einstakling á skjánum, og gera þau æfingar saman. Forritið minnir á þegar æfingatími hefst og annast Skjáverið umsýslu og eftirfylgd. Nýjasta viðbótin í stafrænu umbreytingu við eldra fólk í heimaþjónustu og búsetuþjónustu er Dala-care. Dala care er smáforrit sem heldur utan um umönnunaráætlanir, sem verða aðgengilegar í rauntíma, gefa notanda, aðstandendum og fagfólki kleift að fylgst með. Kerfið heldur utan um skráningu upplýsinga og um leið eykur öryggi notenda, auðveldar starfsfólki skipulagningu og veitingu þjónustunnar og gefur aðstandendum aðgang sé þess þörf. Þannig nýtist dýrmætur tími starfsfólk við persónulega þjónustu þeirra sem þess þurfa í stað þess að verja honum í gagnainnslátt og umsýslu. Innleiðing mun snerta 5000 notendur fyrir utan aðstandendur en fjöldi notenda í heimaþjónustu eru um 4000 borgarar, 474 starfa í heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, 176 starfa í heimahjúkrun og 298 í heimastuðningi. Þúsundir Reykvíkinga munu njóta góðs af þessari þjónustu þegar fram líða stundir. Þarfir borgarans í öndvegi Reykjavíkurborg leiðir starfræna þjónustuþróun á Norðurlöndunum við eldra fólk. Viðkvæm og mikilvæg þjónusta sem komin til að vera. Er viðbót við persónulega þjónustu, hentar sumum en ekki öllum. Við þurfum að þjónusta öll. Ávinningurinn er betri nýting mannafla, aukin skilvirkni, tími og fjármunir sparast. Reykvíkingar geta verið stoltir af þessari mikilvægu vinnu í þágu okkar allra. Áframhaldandi verkefni liggja í loftinu eins og eftirfylgd eftir endurhæfingu, útskrift af spítala og jafnvel hóp- hittingar í gegnum Sjáverið til að taka á einmanaleika og depurð. Tækifærin leynast víða og mun vera spennandi að fylgjast með smiðju velferðatækni næstu misserin í þróun sinni í betri þjónustu fyrir sístækkandi hóp borgarbúa. Við erum á fleygi ferð! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun