Guðni forseti heimsótti Glódísi Perlu hjá Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 09:31 Glódís Perla Viggósdóttir með þeim Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. FC Bayern Frauen Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti þýsku meistarana í kvennaliði Bayern München í vikunni. Þetta var vel við hæfi í tilefni af Alþjóða baráttudegi kvenna í gær. Bayern sagði frá heimsókninni á miðlum sínum enda ekki á hverjum degi sem forsetar mæta á svæðið. Guðni var ekki einn á ferðinni því með honum var einnig Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. @jayjayrech33: Eine große Ehre" Der Besuch des isländischen Präsidenten Guðni Jóhannesson am FC Bayern Campus.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/ozw4pb48gG— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 7, 2024 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og fyrirliði Bayern München, tók á móti Guðna og Guðlaugi og sýndi þeim aðstöðuna sem stelpurnar eru stoltar af. „FC Bayern er mjög vinsælt á Íslandi og ekki síst kvennaliðið þar sem þær Glódís, Cecilía og Karólína spila. Glódís spilar stórt hlutverk hjá FC Bayern en líka hjá íslenska landsliðinu. Við erum mjög stolt af henni. Hún er mikil fyrirmynd sem fyrirliði Bayern og landsliðsins,“ sagði Guðni í samtali við heimasíðu Bayern. „Ég hef fylgst lengi með ferli Glódísar af því að hún spilaði áður fyrir liðið úr mínum heimabæ. Glódís er ekki aðeins öflugur leikmaður heldur er hún einnig sterkur karakter. Hún góður sendiherra fyrir Ísland hér í München og í Þýskalandi. Við krossum fingurna að hún og FC Bayern liðið náði að verja þýska meistaratitilinn,“ sagði Guðni. „Þetta var óvæntur en ánægjulegur dagur. Ég er ánægð að hafa geta sýnt Guðna forseta æfingaaðstöðu okkar og við gátum skipts á hugmyndum. Hann var mjög hrifinn af aðstöðunni og ég er sammála honum þar. Það eru forréttindi að fá að æfa hér á hverjum degi. Ég er mjög ánægð með áhuga hans á kvennafótbolta og okkar lífi hér í München,“ sagði Glódís. Þýski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Sjá meira
Bayern sagði frá heimsókninni á miðlum sínum enda ekki á hverjum degi sem forsetar mæta á svæðið. Guðni var ekki einn á ferðinni því með honum var einnig Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. @jayjayrech33: Eine große Ehre" Der Besuch des isländischen Präsidenten Guðni Jóhannesson am FC Bayern Campus.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/ozw4pb48gG— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 7, 2024 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og fyrirliði Bayern München, tók á móti Guðna og Guðlaugi og sýndi þeim aðstöðuna sem stelpurnar eru stoltar af. „FC Bayern er mjög vinsælt á Íslandi og ekki síst kvennaliðið þar sem þær Glódís, Cecilía og Karólína spila. Glódís spilar stórt hlutverk hjá FC Bayern en líka hjá íslenska landsliðinu. Við erum mjög stolt af henni. Hún er mikil fyrirmynd sem fyrirliði Bayern og landsliðsins,“ sagði Guðni í samtali við heimasíðu Bayern. „Ég hef fylgst lengi með ferli Glódísar af því að hún spilaði áður fyrir liðið úr mínum heimabæ. Glódís er ekki aðeins öflugur leikmaður heldur er hún einnig sterkur karakter. Hún góður sendiherra fyrir Ísland hér í München og í Þýskalandi. Við krossum fingurna að hún og FC Bayern liðið náði að verja þýska meistaratitilinn,“ sagði Guðni. „Þetta var óvæntur en ánægjulegur dagur. Ég er ánægð að hafa geta sýnt Guðna forseta æfingaaðstöðu okkar og við gátum skipts á hugmyndum. Hann var mjög hrifinn af aðstöðunni og ég er sammála honum þar. Það eru forréttindi að fá að æfa hér á hverjum degi. Ég er mjög ánægð með áhuga hans á kvennafótbolta og okkar lífi hér í München,“ sagði Glódís.
Þýski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Sjá meira