Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2024 09:32 Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. EPA-EFE/JAVIER ETXEZARRETA / PEUE / Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Tvær breytingar voru á kjörseðlinum á stjórnarskrá þeirra Íra frá árinu 1937. Í henni er meðal annars að finna ákvæði um að konan skuli sinna störfum heimilisins og sé þannig ómissandi fyrir almannahag. Þess vegna skuli írska ríkið sjá til þess að konan sé ekki tilneydd til að sinna störfum utan á almennum vinnumarkaði sem myndi takmarka getu hennar til að sinna heimilisstörfum. Þar að auki var á kjörseðli breyting á skilgreiningu fjölskyldunnar samkvæmt stjórnarskránni og að henni verði breytt þannig að í stað þess að tala um hjónaband sem grunnstoð fjölskyldunnar verði talað um „varanlegt samband.“ Við talningu var fljótt ljóst að báðar breytingar yrðu felldar og það með talsverðum yfirburðum. 67 prósent kjósenda greiddu atkvæði gegn breytingum á skilgreiningu fjölskyldunnar og heil 74 prósent gegn breytingu á umönnunarákvæðinu. „Stjórnarskrárbreytingarnar varðandi fjölskyldu og umönnun hafa verið felldar, felldar með miklum mun og góðri kjörsókn,“ sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, þegar ljóst lá fyrir í hvað stefndi. Hann sagði í ræðu sem hann hélt í Búkarest á miðvikudag að ef breytingarnar yrðu ekki samþykktar væri það skref aftur á bak fyrir Írland og að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslurnar myndu sýna hvaða gildi Írar héldu í hávegum. Guardian greinir frá því að ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir ruglandi herferð fyrir atkvæðagreiðsluna. Svipaðar stjórnarskrárbreytingaratkvæðagreiðslur sem haldnar voru árið 2015 og 2018, sem vörðuðu annars vegar réttindi samkynhneigðs fólks til að gifta sig og lögleiðingu þungunarrofs, voru samþykktar með talsverðum mun. Írland Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Tvær breytingar voru á kjörseðlinum á stjórnarskrá þeirra Íra frá árinu 1937. Í henni er meðal annars að finna ákvæði um að konan skuli sinna störfum heimilisins og sé þannig ómissandi fyrir almannahag. Þess vegna skuli írska ríkið sjá til þess að konan sé ekki tilneydd til að sinna störfum utan á almennum vinnumarkaði sem myndi takmarka getu hennar til að sinna heimilisstörfum. Þar að auki var á kjörseðli breyting á skilgreiningu fjölskyldunnar samkvæmt stjórnarskránni og að henni verði breytt þannig að í stað þess að tala um hjónaband sem grunnstoð fjölskyldunnar verði talað um „varanlegt samband.“ Við talningu var fljótt ljóst að báðar breytingar yrðu felldar og það með talsverðum yfirburðum. 67 prósent kjósenda greiddu atkvæði gegn breytingum á skilgreiningu fjölskyldunnar og heil 74 prósent gegn breytingu á umönnunarákvæðinu. „Stjórnarskrárbreytingarnar varðandi fjölskyldu og umönnun hafa verið felldar, felldar með miklum mun og góðri kjörsókn,“ sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, þegar ljóst lá fyrir í hvað stefndi. Hann sagði í ræðu sem hann hélt í Búkarest á miðvikudag að ef breytingarnar yrðu ekki samþykktar væri það skref aftur á bak fyrir Írland og að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslurnar myndu sýna hvaða gildi Írar héldu í hávegum. Guardian greinir frá því að ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir ruglandi herferð fyrir atkvæðagreiðsluna. Svipaðar stjórnarskrárbreytingaratkvæðagreiðslur sem haldnar voru árið 2015 og 2018, sem vörðuðu annars vegar réttindi samkynhneigðs fólks til að gifta sig og lögleiðingu þungunarrofs, voru samþykktar með talsverðum mun.
Írland Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira