Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur þurft að gera tvær breytingar til viðbótar á landsliðshóp sínum sem er á leiðinni á morgun til Grikklands. Íslenska liðið spilar þar tvo æfingarleiki við heimamenn í undirbúningi sínum fyrir undankeppni EM:
Benedikt Gunnar Óskarsson hjá Val og Andri Rúnarsson hjá Leipzig koma nú inn í hóp Snorra vegna forfalla.
Benedikt Gunnar skoraði sautján mörk í bikarúrslitaleiknum í gær og setti nýtt markamet.
Ástæða breytinganna er þó að Þorsteinn Leó Gunnarsson úr Aftureldingu og Gísli Þorgeir Kristjánsson úr SC Magdeburg þurftu báðir að draga sig út úr leikmannahópnum.
Áður hafði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla.
Þegar hópurinn var valinn þá kom fram að Kristján Örn Kristjánsson sé frá vegna meiðsla og að Snorri Steinn hafi ákveðið að gefa Bjarki Már Elíssyni og Aron Pálmarssyni frí í þessu verkefni landsliðsins.
Snorri Steinn Guðjónsson, hefur gert eina breytingu á A landsliði karla sem heldur á morgun til Grikklands. Þorsteinn Leó Gunnarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson, hafa dregið út úr leikmannahópnum og koma í þeirra stað þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Rúnarsson. pic.twitter.com/1WGex1TViA
— HSÍ (@HSI_Iceland) March 10, 2024