TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Aron Guðmundsson skrifar 11. mars 2024 09:01 TF-Besta hefur hafið sig á loft og leið flestra liða liggur til Spánar. Vísir Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. Vísir hefur sankað að sér upplýsingum um æfingarferðir þeirra liða sem skipa Bestu deild karla þetta árið og gerir þeim skil hér í þessu greinarstúf. Valur - 2. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Arnar Grétarsson Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar ekki langt frá borginni Sevilla. Þar gætu Valsmenn sótt innblástur í félag heimamanna fyrir komandi þátttöku sína í Evrópukeppni á komandi tímabili eftir að hafa endað í 2.sæti Bestu deildarinnar á því síðasta. Sevilla réði lögum og lofum í Evrópudeildinni árin 2013-2016 undir stjórn Unai Emery og vann keppnina þrisvar sinnum í röð. Nú þegar hefur æfingaferð Valsmanna komist í fréttirnar en á dögunum var greint frá því að Gylfi Þór Sigurðsson væri að æfa með liðinu í Montecastillo. Gylfi Þór er að jafna sig á meiðslum og hefur undanfarnar vikur æft á Spáni undir handleiðslu Friðriks Ellerts Jónssonar, sem var lengi vel sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins. Montecastillo hefur í gegnum tíðina verið ansi vinsæll áfangastaður hjá íslenskum félagsliðum í knattspyrnu. Það eitt segir okkur að þar sé gott fyrir lið að dvelja í aðdraganda keppnistímabils KA - 7. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Hallgrímur Jónasson. Norðanmenn voru með fyrstu liðum í Bestu deildinni til þess að halda erlendis þetta árið og hafa því nú þegar farið út og komið heim aftur þar sem að undirbúningurinn fyrir komandi tímabil heldur áfram. KA dvaldi yfir sjö daga tímabil á Meliá Villaitana svæðinu á Benidorm. Svæðinu er lýst sem kjörnum vettvangi til þess að gleyma öllu umstangi sem fylgir hinu daglega lífi. Þar hafa KA-menn geta sinnt endurhæfingu og slökun við frábærar aðstæður í heilsulind Melía Villaitana og gleymt sér á því frábæra golfsvæði sem það hefur upp á að bjóða. Sjón er sögu ríkari. Meliá Villaitana í nágrenni Benidorm lítur út fyrir að vera kjörinn staður til þess að undirbúa sig fyrir átök í Bestu deildinni Breiðablik - 4. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Halldór Árnason Um næstu helgi heldur lið Breiðabliks út í sína æfingaferð. Blikar hófu undirbúninginn aðeins seinna heldur en hin lið deildarinnar þar sem að þeir úr grænklædda hluta Kópavogs tóku þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, fyrst íslenskra karlaliða. Þátttaka liðsins í þeirri keppni lengi tímabilið töluvert. Síðasti leikur Blika í riðlakeppninni fór fram þann 14. desember síðastliðinn. Leikmenn Breiðabliks mun verja rétt rúmri viku á La Finca svæðinu sem er staðsett mitt á milli Alicante og Murcia á austurhluta Spánar, svæði sem margir Íslendingar tengja kannski betur við Torrevieja. Fimm stjörnu lúxusdvöl hjá Blikum þetta árið Þar munu leikmenn og þjálfarar Breiðabliks dvelja á La Finca Resort. Fimm stjörnu hótelsvæði sem hefur upp á allt að bjóða, annars væri það líklega ekki fimm stjörnu svæði. „Láttu stjana við þig eins og fræga fólkið lætur stjana við sig með heimsklassa þjónustu,“ segir í lýsingu á La Finca Resort. Við segjum bara njótið dvalarinnar Blikar. Nýliðarnir fara sömu leið Lið ÍA og Vestra eru nýliðar Bestu deildar karla þetta tímabilið. Skagamenn þekkja veruna í efstu deild vel, hafa þar unnið til margra titla, þó þeir hafi verið af skornum skammti undanfarin ár, en Vestri er með lið í efstu deild í fyrsta sinn. Reynsluboltar í efstu deild eða ekki. Nýliðarnir hafa ákveðið að vera samtaka í vali sínu á æfingaferð fyrir komandi baráttu í Bestu deildinni. Bæði lið halda til forboðnu eyjarinnar suður í hafi, Tenerife, og mætti segja að þau gætu þar verið á heimavelli miðað við þann fjölda Íslendinga sem virðist þar staddur í viku hverri. Nýliðar ÍA og Vestra fóru sömu leið þetta árið. Verður árangur liðanna í deildinni einnig svipaður? Og ef það væri ekki nóg að liðin ætli bæði til Tene, þá get ég einnig tjáð ykkur það að þau munu dvelja á sama hóteli. Hovima Jardin Caleta er staðurinn. Parque Santiago eitt, tvö, þrjú eða fjögur varð ekki fyrir valinu í þetta skipti. Skagamenn, þjálfaðir af Jóni Þór Haukssyni, eru staddir á eyjunni fögru þessa dagana, nokkrum dögum á undan Vestramönnum sem eru þjálfaðir af Davíð Smára Lamude. Skagamenn munu því án efa geta mælt með því góða sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Tja eða því slæma. Fram - 10. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Rúnar Kristinsson Í seinni hluta þessarar viku halda Framarar út í sína æfingaferð. Liðið heldur til Salou, í nágrenni Barcelona, og dvelur þar rétt rúma viku. Fram liðið er að feta nýja slóð undir stjórn reynsluboltans Rúnars Kristinssonar sem var ráðinn þjálfari liðsins eftir síðasta tímabil. KR - 6.sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Gregg Ryder Undir lok síðasta tímabils ákváðu KR-ingar að semja ekki að nýju við þáverandi þjálfara sinn Rúnar Kristinsson sem hvarf svo á braut. Inn var ráðinn Bretinn Gregg Ryder. KR-ingar hafa staðið í stórræðum á leikmannamarkaðnum til þessa og spurning hvort koma nýrra leikmanna sé að fara langt með sjóði liðsins. Það er hið minnsta eina liðið í Bestu deildinni þetta árið sem heldur ekki erlendis í æfingaferð. Sagan segir að KR-ingar hafi haldið/muni halda til Akureyrar í æfingaferð. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Víkingur R. - 1. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Arnar Gunnlaugsson Íslandsmeistarar Víkings Reykjavíkur þurfa að vera á tánum í titilvörn sinni. Máltækið er víst þannig að erfiðara sé að verja titil en að vinna hann í fyrsta skipti. Víkingar setja upp sólgleraugun og ætla að skella sér til Kanaríeyja í tíu daga hvorki meira né minna. Íslandsmeistararnir munu geta spókað sig við sundlaugina Þar mun liðið dvelja á Salobre hótelinu sem, líkt og önnur hótel í þessari umfjöllun, hefur upp á allt það helsta að bjóða fyrir ljúfa dvöl. FH - 5. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Heimir Guðjónsson Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í FH eru þessa dagana úti í sinni æfingaferð. FH-ingar héldu til Andalúsíu á suðurhluta Spánar nú skömmu fyrir helgi. Þar dvelur liðið og æfir á Fairplay Golf & Resort svæðinu. Stutt fyrir FH-inga á golfvöllinn. Munu án efa nýta sér það. Fylkir - 8. sæti á síðasta tímabili - Rúnar Páll Sigmundsson Fylkismenn halda í strangheiðarlega dvöl rétt suður af Alicante í sinni æfingaferð. Liðið mun dvelja í tíu daga á Hotel Campoamor sem hefur verið vinsæll áfangastaður íslenskra knattspyrnufélaga í gegnum tíðina. Ekki langt frá Alicante er Hotel Campoamor þar sem leikmenn og þjálfarar Fylkis munu undirbúa sig af krafti fyrir Bestu deildina. HK - 9. sæti - Þjálfari: Ómar Ingi Guðmundsson Lokahnykkurinn á æfingaferð HK, liðinu sem margir hafa áhyggjur af fyrir komandi tímabil, stendur nú yfir. Liðið hefur undanfarna daga haldið til á Salou þar sem gist er á Cambrils Park Resort. Framarar eru einmitt að fara að halda á sömu slóðir. Það hefur vonandi farið vel um HK-inga á Cambrils Park Resort svæðinu á Salou. Stjarnan - 3.sæti - Þjálfari: Jökull I Elísabetarson Lærisveinar Jökuls I Elísabetarsonar hafa nú þegar farið í og lokið af sinni æfingaferð erlendis þetta árið. Stjörnumenn héldu til Albír í febrúar og spiluðu á Mediterranian Cup. Liðið dvaldi á Albír í tíu daga, nánar tiltekið á Albir Gardens Resort. Það skal ekki sagt hvort leikmenn Stjörnunnar hafi farið í þennan morgunverð á Albir Gardens Resort í sinni æfingarferð Umfjöllun um æfingaferðir liða í Bestu deild kvenna fyrir komandi tímabil verður hægt að nálgast hér á Vísi á morgun. Besta deild karla Íslenski boltinn Spánn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Vísir hefur sankað að sér upplýsingum um æfingarferðir þeirra liða sem skipa Bestu deild karla þetta árið og gerir þeim skil hér í þessu greinarstúf. Valur - 2. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Arnar Grétarsson Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar ekki langt frá borginni Sevilla. Þar gætu Valsmenn sótt innblástur í félag heimamanna fyrir komandi þátttöku sína í Evrópukeppni á komandi tímabili eftir að hafa endað í 2.sæti Bestu deildarinnar á því síðasta. Sevilla réði lögum og lofum í Evrópudeildinni árin 2013-2016 undir stjórn Unai Emery og vann keppnina þrisvar sinnum í röð. Nú þegar hefur æfingaferð Valsmanna komist í fréttirnar en á dögunum var greint frá því að Gylfi Þór Sigurðsson væri að æfa með liðinu í Montecastillo. Gylfi Þór er að jafna sig á meiðslum og hefur undanfarnar vikur æft á Spáni undir handleiðslu Friðriks Ellerts Jónssonar, sem var lengi vel sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins. Montecastillo hefur í gegnum tíðina verið ansi vinsæll áfangastaður hjá íslenskum félagsliðum í knattspyrnu. Það eitt segir okkur að þar sé gott fyrir lið að dvelja í aðdraganda keppnistímabils KA - 7. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Hallgrímur Jónasson. Norðanmenn voru með fyrstu liðum í Bestu deildinni til þess að halda erlendis þetta árið og hafa því nú þegar farið út og komið heim aftur þar sem að undirbúningurinn fyrir komandi tímabil heldur áfram. KA dvaldi yfir sjö daga tímabil á Meliá Villaitana svæðinu á Benidorm. Svæðinu er lýst sem kjörnum vettvangi til þess að gleyma öllu umstangi sem fylgir hinu daglega lífi. Þar hafa KA-menn geta sinnt endurhæfingu og slökun við frábærar aðstæður í heilsulind Melía Villaitana og gleymt sér á því frábæra golfsvæði sem það hefur upp á að bjóða. Sjón er sögu ríkari. Meliá Villaitana í nágrenni Benidorm lítur út fyrir að vera kjörinn staður til þess að undirbúa sig fyrir átök í Bestu deildinni Breiðablik - 4. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Halldór Árnason Um næstu helgi heldur lið Breiðabliks út í sína æfingaferð. Blikar hófu undirbúninginn aðeins seinna heldur en hin lið deildarinnar þar sem að þeir úr grænklædda hluta Kópavogs tóku þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, fyrst íslenskra karlaliða. Þátttaka liðsins í þeirri keppni lengi tímabilið töluvert. Síðasti leikur Blika í riðlakeppninni fór fram þann 14. desember síðastliðinn. Leikmenn Breiðabliks mun verja rétt rúmri viku á La Finca svæðinu sem er staðsett mitt á milli Alicante og Murcia á austurhluta Spánar, svæði sem margir Íslendingar tengja kannski betur við Torrevieja. Fimm stjörnu lúxusdvöl hjá Blikum þetta árið Þar munu leikmenn og þjálfarar Breiðabliks dvelja á La Finca Resort. Fimm stjörnu hótelsvæði sem hefur upp á allt að bjóða, annars væri það líklega ekki fimm stjörnu svæði. „Láttu stjana við þig eins og fræga fólkið lætur stjana við sig með heimsklassa þjónustu,“ segir í lýsingu á La Finca Resort. Við segjum bara njótið dvalarinnar Blikar. Nýliðarnir fara sömu leið Lið ÍA og Vestra eru nýliðar Bestu deildar karla þetta tímabilið. Skagamenn þekkja veruna í efstu deild vel, hafa þar unnið til margra titla, þó þeir hafi verið af skornum skammti undanfarin ár, en Vestri er með lið í efstu deild í fyrsta sinn. Reynsluboltar í efstu deild eða ekki. Nýliðarnir hafa ákveðið að vera samtaka í vali sínu á æfingaferð fyrir komandi baráttu í Bestu deildinni. Bæði lið halda til forboðnu eyjarinnar suður í hafi, Tenerife, og mætti segja að þau gætu þar verið á heimavelli miðað við þann fjölda Íslendinga sem virðist þar staddur í viku hverri. Nýliðar ÍA og Vestra fóru sömu leið þetta árið. Verður árangur liðanna í deildinni einnig svipaður? Og ef það væri ekki nóg að liðin ætli bæði til Tene, þá get ég einnig tjáð ykkur það að þau munu dvelja á sama hóteli. Hovima Jardin Caleta er staðurinn. Parque Santiago eitt, tvö, þrjú eða fjögur varð ekki fyrir valinu í þetta skipti. Skagamenn, þjálfaðir af Jóni Þór Haukssyni, eru staddir á eyjunni fögru þessa dagana, nokkrum dögum á undan Vestramönnum sem eru þjálfaðir af Davíð Smára Lamude. Skagamenn munu því án efa geta mælt með því góða sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Tja eða því slæma. Fram - 10. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Rúnar Kristinsson Í seinni hluta þessarar viku halda Framarar út í sína æfingaferð. Liðið heldur til Salou, í nágrenni Barcelona, og dvelur þar rétt rúma viku. Fram liðið er að feta nýja slóð undir stjórn reynsluboltans Rúnars Kristinssonar sem var ráðinn þjálfari liðsins eftir síðasta tímabil. KR - 6.sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Gregg Ryder Undir lok síðasta tímabils ákváðu KR-ingar að semja ekki að nýju við þáverandi þjálfara sinn Rúnar Kristinsson sem hvarf svo á braut. Inn var ráðinn Bretinn Gregg Ryder. KR-ingar hafa staðið í stórræðum á leikmannamarkaðnum til þessa og spurning hvort koma nýrra leikmanna sé að fara langt með sjóði liðsins. Það er hið minnsta eina liðið í Bestu deildinni þetta árið sem heldur ekki erlendis í æfingaferð. Sagan segir að KR-ingar hafi haldið/muni halda til Akureyrar í æfingaferð. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Víkingur R. - 1. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Arnar Gunnlaugsson Íslandsmeistarar Víkings Reykjavíkur þurfa að vera á tánum í titilvörn sinni. Máltækið er víst þannig að erfiðara sé að verja titil en að vinna hann í fyrsta skipti. Víkingar setja upp sólgleraugun og ætla að skella sér til Kanaríeyja í tíu daga hvorki meira né minna. Íslandsmeistararnir munu geta spókað sig við sundlaugina Þar mun liðið dvelja á Salobre hótelinu sem, líkt og önnur hótel í þessari umfjöllun, hefur upp á allt það helsta að bjóða fyrir ljúfa dvöl. FH - 5. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Heimir Guðjónsson Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í FH eru þessa dagana úti í sinni æfingaferð. FH-ingar héldu til Andalúsíu á suðurhluta Spánar nú skömmu fyrir helgi. Þar dvelur liðið og æfir á Fairplay Golf & Resort svæðinu. Stutt fyrir FH-inga á golfvöllinn. Munu án efa nýta sér það. Fylkir - 8. sæti á síðasta tímabili - Rúnar Páll Sigmundsson Fylkismenn halda í strangheiðarlega dvöl rétt suður af Alicante í sinni æfingaferð. Liðið mun dvelja í tíu daga á Hotel Campoamor sem hefur verið vinsæll áfangastaður íslenskra knattspyrnufélaga í gegnum tíðina. Ekki langt frá Alicante er Hotel Campoamor þar sem leikmenn og þjálfarar Fylkis munu undirbúa sig af krafti fyrir Bestu deildina. HK - 9. sæti - Þjálfari: Ómar Ingi Guðmundsson Lokahnykkurinn á æfingaferð HK, liðinu sem margir hafa áhyggjur af fyrir komandi tímabil, stendur nú yfir. Liðið hefur undanfarna daga haldið til á Salou þar sem gist er á Cambrils Park Resort. Framarar eru einmitt að fara að halda á sömu slóðir. Það hefur vonandi farið vel um HK-inga á Cambrils Park Resort svæðinu á Salou. Stjarnan - 3.sæti - Þjálfari: Jökull I Elísabetarson Lærisveinar Jökuls I Elísabetarsonar hafa nú þegar farið í og lokið af sinni æfingaferð erlendis þetta árið. Stjörnumenn héldu til Albír í febrúar og spiluðu á Mediterranian Cup. Liðið dvaldi á Albír í tíu daga, nánar tiltekið á Albir Gardens Resort. Það skal ekki sagt hvort leikmenn Stjörnunnar hafi farið í þennan morgunverð á Albir Gardens Resort í sinni æfingarferð Umfjöllun um æfingaferðir liða í Bestu deild kvenna fyrir komandi tímabil verður hægt að nálgast hér á Vísi á morgun.
Besta deild karla Íslenski boltinn Spánn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira