Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Höttur 110-71 | Sjóðandi heitir heimamenn pökkuðu gestunum saman Andri Már Eggertsson skrifar 11. mars 2024 20:50 Keflavík spilaði frábærlega í kvöld. vísir/Hulda Margrét Keflavík sópaði gólfið með Hetti frá Egilsstöðum þegar liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í leik sem var ítrekað frestað vegna skorts á heitu vatni í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Lokatölur 110-71 í leik þar sem heimamenn sýndu allar sínar bestu hliðar á meðan gestirnir virtust varla vita í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Jaka Brodnik setti tóninn fyrir Keflavík og gerði sjö af fyrstu tíu stigum heimamanna. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en síðan komu sjö stig í röð frá Keflavík og það fór að ganga betur og betur eftir því sem leið á fyrsta leikhluta. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði í viðtali fyrir leik að hans lið myndi spila öðruvísi varnarleik heldur en síðast þegar liðin mættust í VÍS-bikarnum þar sem Keflavík fór illa með Hött. Varnarleikur Hattar var þó ekki betri en það að Keflavík gerði 35 stig á fyrstu tíu mínútunum. Liðið tók sex þrista og klikkaði aðeins einu sinni. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 35-16. Keflavík hélt sínu striki í öðrum leikhluta og gaf lítið eftir. Þegar annar leikhluti var næstum hálfnaður reyndi Viðar Örn að bregðast við með því að taka leikhlé 23 stigum undir 47-24. Heimamenn voru 23 stigum yfir í hálfleik 62-39. Keflavík var ekkert á því að slaka á bensíngjöfinni og mætti út í síðari hálfleik með byrjunarliðið inn á. Heimamenn gerðu 12 stig í röð í þriðja leikhluta og munurinn 33 stig. Staðan var 84-56 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta komst Keflavík mest 42 stigum yfir 109-67. Leikurinn endaði með 39 stiga sigri heimamanna 110-71. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru særðir eftir síðasta tap á föstudag gegn Grindavík. Heimamenn skutu ljósin út í fyrsta leikhluta og gerðu 35 stig. Þrátt fyrir að vera 23 stigum yfir í hálfleik gaf Keflavík ekkert eftir og vann á endanum 39 stiga sigur. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin spilaði tæplega 28 mínútur í kvöld og var stigahæstur með 29 stig. Hann gaf einnig 6 stoðsendingar og með hann inn á vellinum vann Keflavík með 35 stigum. Danero Thomas spilaði tuttugu mínútur og gerði 6 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, talaði um í viðtali fyrir leik að það væru breyttar áherslur varnarlega frá því liðin mættust síðast. Varnarleikurinn var þó ekki betri en það að Keflavík gerði 35 stig í fyrsta leikhluta og endaði á gera 110 stig. Hvað gerist næst? Keflavík fer í Smárann og mætir Breiðabliki klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Höttur og Haukar í MVA-höllinni. „Menn hugsuðu þetta ekki alveg til enda og þetta var ábyrgðarlaust tal“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður eftir 39 stiga sigur gegn Hetti. „Við ætluðum að spila svona vel á móti Grindavík en það tókst ekki alveg. Við töpuðum á móti þeim í fyrri umferðinni með 8 stigum og við vildum því vinna með meira en 8 stiga mun sem tókst,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. Aðspurður hvenær Pétri fannst hans lið ná að rúlla yfir þá sagði hann að það hafi verið í upphitun. „Ef ég á að segja eins og er þá var það í upphitun. Ég sá það strax að þeir voru andlausir og á sama tíma vorum við ekki sáttir eftir síðasta föstudag. Þannig þetta var eiginilega í upphitun og þeir virkuðu ekki tilbúnir í þetta.“ Halldór Garðar Hermansson meiddist snemma í leiknum og Pétur sagði að þetta væri mögulega tognun. „Við misstum Halldór út eftir 51 sekúndu og það var dýrt. Þetta er hugsanlega einhver tognun aftan í læri og hann gæti verið 3-5 vikur frá. Þetta er hættan við að spila svona þétt. Maður var þungt hugsi yfir þessu þegar að það var ákveðið að spila á þessum tíma. Það var landsleikjahlé og ekkert spilað vikum saman og það hefði alveg verið hægt að spila þennan leik þá.“ Þegar leik Keflavíkur og Hattar var frestað vildi Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, spila leikinn annars staðar. Pétur sagði það alls ekki hafa verið mistök að fresta leiknum á þeim tíma. „Það þurfti væntanlega starfsfólk frá Keflavík á þennan leik og ég hugsa að það hafi ekki verið hægt að fá mikið af starfsfólki þegar að húsið þitt er heitavatnslaust og börnin þín heima með ekkert heitt vatn. Ég reikna ekki með að það hafi verið möguleiki á þeim tíma.“ „Þó það hafi verið hægt ef þetta væri NBA eða eitthvað slíkt en það eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna og þú tekur þá ekki og færir leikinn í Kópavog þó þeir séu góðir að taka við leikjum þá taka þeir ekki endalaust við leikjum. Sjálfboðaliðar og aðrir hefðu ekki verið til í að fara frá fjölskyldu og húsi á þessum tíma þegar að það var mikil óvissa.“ „Menn hugsuðu þetta ekki alveg til enda og þetta var ábyrgðarlaust tal,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deild karla Keflavík ÍF Höttur
Keflavík sópaði gólfið með Hetti frá Egilsstöðum þegar liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í leik sem var ítrekað frestað vegna skorts á heitu vatni í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Lokatölur 110-71 í leik þar sem heimamenn sýndu allar sínar bestu hliðar á meðan gestirnir virtust varla vita í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Jaka Brodnik setti tóninn fyrir Keflavík og gerði sjö af fyrstu tíu stigum heimamanna. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en síðan komu sjö stig í röð frá Keflavík og það fór að ganga betur og betur eftir því sem leið á fyrsta leikhluta. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði í viðtali fyrir leik að hans lið myndi spila öðruvísi varnarleik heldur en síðast þegar liðin mættust í VÍS-bikarnum þar sem Keflavík fór illa með Hött. Varnarleikur Hattar var þó ekki betri en það að Keflavík gerði 35 stig á fyrstu tíu mínútunum. Liðið tók sex þrista og klikkaði aðeins einu sinni. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 35-16. Keflavík hélt sínu striki í öðrum leikhluta og gaf lítið eftir. Þegar annar leikhluti var næstum hálfnaður reyndi Viðar Örn að bregðast við með því að taka leikhlé 23 stigum undir 47-24. Heimamenn voru 23 stigum yfir í hálfleik 62-39. Keflavík var ekkert á því að slaka á bensíngjöfinni og mætti út í síðari hálfleik með byrjunarliðið inn á. Heimamenn gerðu 12 stig í röð í þriðja leikhluta og munurinn 33 stig. Staðan var 84-56 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta komst Keflavík mest 42 stigum yfir 109-67. Leikurinn endaði með 39 stiga sigri heimamanna 110-71. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru særðir eftir síðasta tap á föstudag gegn Grindavík. Heimamenn skutu ljósin út í fyrsta leikhluta og gerðu 35 stig. Þrátt fyrir að vera 23 stigum yfir í hálfleik gaf Keflavík ekkert eftir og vann á endanum 39 stiga sigur. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin spilaði tæplega 28 mínútur í kvöld og var stigahæstur með 29 stig. Hann gaf einnig 6 stoðsendingar og með hann inn á vellinum vann Keflavík með 35 stigum. Danero Thomas spilaði tuttugu mínútur og gerði 6 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, talaði um í viðtali fyrir leik að það væru breyttar áherslur varnarlega frá því liðin mættust síðast. Varnarleikurinn var þó ekki betri en það að Keflavík gerði 35 stig í fyrsta leikhluta og endaði á gera 110 stig. Hvað gerist næst? Keflavík fer í Smárann og mætir Breiðabliki klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Höttur og Haukar í MVA-höllinni. „Menn hugsuðu þetta ekki alveg til enda og þetta var ábyrgðarlaust tal“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður eftir 39 stiga sigur gegn Hetti. „Við ætluðum að spila svona vel á móti Grindavík en það tókst ekki alveg. Við töpuðum á móti þeim í fyrri umferðinni með 8 stigum og við vildum því vinna með meira en 8 stiga mun sem tókst,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. Aðspurður hvenær Pétri fannst hans lið ná að rúlla yfir þá sagði hann að það hafi verið í upphitun. „Ef ég á að segja eins og er þá var það í upphitun. Ég sá það strax að þeir voru andlausir og á sama tíma vorum við ekki sáttir eftir síðasta föstudag. Þannig þetta var eiginilega í upphitun og þeir virkuðu ekki tilbúnir í þetta.“ Halldór Garðar Hermansson meiddist snemma í leiknum og Pétur sagði að þetta væri mögulega tognun. „Við misstum Halldór út eftir 51 sekúndu og það var dýrt. Þetta er hugsanlega einhver tognun aftan í læri og hann gæti verið 3-5 vikur frá. Þetta er hættan við að spila svona þétt. Maður var þungt hugsi yfir þessu þegar að það var ákveðið að spila á þessum tíma. Það var landsleikjahlé og ekkert spilað vikum saman og það hefði alveg verið hægt að spila þennan leik þá.“ Þegar leik Keflavíkur og Hattar var frestað vildi Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, spila leikinn annars staðar. Pétur sagði það alls ekki hafa verið mistök að fresta leiknum á þeim tíma. „Það þurfti væntanlega starfsfólk frá Keflavík á þennan leik og ég hugsa að það hafi ekki verið hægt að fá mikið af starfsfólki þegar að húsið þitt er heitavatnslaust og börnin þín heima með ekkert heitt vatn. Ég reikna ekki með að það hafi verið möguleiki á þeim tíma.“ „Þó það hafi verið hægt ef þetta væri NBA eða eitthvað slíkt en það eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna og þú tekur þá ekki og færir leikinn í Kópavog þó þeir séu góðir að taka við leikjum þá taka þeir ekki endalaust við leikjum. Sjálfboðaliðar og aðrir hefðu ekki verið til í að fara frá fjölskyldu og húsi á þessum tíma þegar að það var mikil óvissa.“ „Menn hugsuðu þetta ekki alveg til enda og þetta var ábyrgðarlaust tal,“ sagði Pétur að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum