Áætla að hækka þurfi leigu hjá Félagsbústöðum um 6,5 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2024 10:39 Stjórn Félagsbústaða lagði til að leiga yrði hækkuð um 1,1 prósent en því var hafnað af velferðarráði borgarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Félagsbústaða Reykjavíkur segir að hækka þurfi húsaleigu um 6,5 prósent til að standa undir aukinni greiðslubyrði lána sem tekin voru til að fjármagna endurbætur og viðhald á húsnæði í eigu félagsins. Frá þessu greinir RÚV. Vitnað er í ársskýrslu Félagsbústaða þar sem segir í skýrslu stjórnar að tæpar 400 milljónir króna hafi vantað upp á í árslok 2023 til að veltufé frá rekstri nægði fyrir afborgunum langtímalána. Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem sér um að „tryggja framboð og uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis í borginni, kaupa, byggja og selja húsnæði, annast útleigu íbúða, veita leigjendum viðeigandi þjónustu, annast viðhald og almennan rekstur félagsins“. Félagið leigir nú út um 3.100 íbúðir en í árslok 2023 töldust 71 prósent íbúða til almenns félagslegs leiguhúsnæðis, 15 prósent til íbúða fyrir fatlað fólk, 12 prósent til íbúða fyrir aldraða og tæplega 2 prósent íbúða fyrir þá sem skráðir eru heimilislausir. RÚV hefur eftir Haraldi Flosa Tryggvasyni, fráfarandi stjórnarformanni, að ófyrirséð frávik vegna viðhalds skýrðu þá stöðu sem upp væri komin. Félagið hefði ekki í neinn varasjóð að sækja, enda væri það óhagnaðardrifið. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að hækka þurfi leigu um 6,5 prósent til að mæta fjárþörf Félagsbústaða en í ársreikningnum segir að stjórn félagsins hafi lagt það til fyrri hluta árs 2023 að hækka leiguverð um 1,1 prósent en að tillögunni hefði verið hafnað af velferðarráði. „Stjórn og stjórnendur hafa lýst áhyggjum af stöðunni og brugðist við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Fengnir voru óháðir sérfræðingar til þess að leggja mat á rekstrar- og fjárfestingagetu Félagsbústaða til næstu ára með hliðsjón af núverandi skuldbindingum og viðhalds- og uppbyggingaráætlunum eignasafnsins. Niðurstaðan leiddi í ljós að tekjur þurfi að aukast umtalsvert umfram almennar verðlagshækkanir til að sjálfbærniviðmiðum sé náð,“ segir í skýrslu stjórnar. Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV. Vitnað er í ársskýrslu Félagsbústaða þar sem segir í skýrslu stjórnar að tæpar 400 milljónir króna hafi vantað upp á í árslok 2023 til að veltufé frá rekstri nægði fyrir afborgunum langtímalána. Félagsbústaðir hf. eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem sér um að „tryggja framboð og uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis í borginni, kaupa, byggja og selja húsnæði, annast útleigu íbúða, veita leigjendum viðeigandi þjónustu, annast viðhald og almennan rekstur félagsins“. Félagið leigir nú út um 3.100 íbúðir en í árslok 2023 töldust 71 prósent íbúða til almenns félagslegs leiguhúsnæðis, 15 prósent til íbúða fyrir fatlað fólk, 12 prósent til íbúða fyrir aldraða og tæplega 2 prósent íbúða fyrir þá sem skráðir eru heimilislausir. RÚV hefur eftir Haraldi Flosa Tryggvasyni, fráfarandi stjórnarformanni, að ófyrirséð frávik vegna viðhalds skýrðu þá stöðu sem upp væri komin. Félagið hefði ekki í neinn varasjóð að sækja, enda væri það óhagnaðardrifið. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að hækka þurfi leigu um 6,5 prósent til að mæta fjárþörf Félagsbústaða en í ársreikningnum segir að stjórn félagsins hafi lagt það til fyrri hluta árs 2023 að hækka leiguverð um 1,1 prósent en að tillögunni hefði verið hafnað af velferðarráði. „Stjórn og stjórnendur hafa lýst áhyggjum af stöðunni og brugðist við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Fengnir voru óháðir sérfræðingar til þess að leggja mat á rekstrar- og fjárfestingagetu Félagsbústaða til næstu ára með hliðsjón af núverandi skuldbindingum og viðhalds- og uppbyggingaráætlunum eignasafnsins. Niðurstaðan leiddi í ljós að tekjur þurfi að aukast umtalsvert umfram almennar verðlagshækkanir til að sjálfbærniviðmiðum sé náð,“ segir í skýrslu stjórnar.
Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira