Sársaknar sérhannaðrar úlpu: „Þetta er bara listaverkið mitt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2024 21:00 Úlpan er meðal annars kyrfilega merkt Andra, ber eftirnafnið hans Unnarsson. Andri Hrafn Gunnarsson, fatahönnuður sem búsettur er í Danmörku, sársaknar sérhannaðrar úlpu sem er hans eigin hönnun. Úlpan hvarf eftir að Andri lagði hana frá sér um stund á Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. „Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Fleiri fréttir Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Fleiri fréttir Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira