Hrafn var fæddur árið 2004 og bjó á Álftanesi. Mbl.is greinir frá þessu og segir að útför hans fari fram í Víðistaðakirkju mánudaginn 18. mars klukkan þrjú.
Í tilkynningu frá lögreglu í kjölfar slyssins kom fram að maðurinn hefði ekið mótorhjóli vestur Heiðmerkurveg en virðist hafa misst stjórn á hjólinu og hafnað utan vegar.
Tilkynning um slysið barst klukkan tuttugu mínútur yfir sex þann sjöunda mars.
Um var að ræða áttunda banaslysið í umferðinni það sem af er ári.