Stal þremur milljörðum króna af félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2024 23:20 Leikmenn Jacksonville Jaguars fyrir leik á móti Carolina Panthers í NFL-deildinni. Enginn gerði sér grein fyrir því hvað var í gangi á bak við tjöldin. Getty/Courtney Culbreath Fyrrum starfsmaður bandaríska félagsins Jacksonville Jaguars er bæði búinn að missa vinnuna og á leið í fangelsi. Amit Patel viðurkenndi að hafa stolið 22 milljónum Bandaríkjadala af Flórída félaginu þegar hann var starfsmaður þess en það jafngildir 2,99 milljörðum íslenskra króna. Patel var dæmdur sekur í gær og þarf að dúsa í sex og hálft ár í fangelsi. „Ég stend hér frammi fyrir ykkur, vandræðalegur, sneypulegur og vonsvikinn með eigin gjörðir. Ég get aldrei komið því fyllilega til skila hversu mér þykir þetta leiðinlegt,“ sagði hinn 31 árs gamli Patel í réttarsalnum. Hann segist hafa nú verið reglusamur í heilt ár og að hann sé að leita sér hjálpar við veðmálafíkninni. ESPN segir frá. Amit Patel, a former Jacksonville Jaguars USA employee who pleaded guilty to swindling $22 million from the team s coffers to fund his gambling addiction and a lavish lifestyle, was sentenced to six-and-a-half years in prison on Tuesday. https://t.co/8b1EIxMB2C pic.twitter.com/rDOl4vQaJt— Crime Reports India (@AsianDigest) March 13, 2024 Patel þarf líka að borga Jaguars 21,1 milljón dala í skaðabætur og sækja fundi hjá samtökum veðmálafíkla. „Við gáfum honum draumastarfið sitt. Við treystum honum. Við unnum með honum og deildum lífi okkar með honum. Við fórum í gegnum faraldurinn saman og upplifum hæðir og lægðir. Hann sveik okkur. Refsing hans er okkur ekkert ánægjuefni,“ sagði Megha Parekh, varaforseti félagsins. Patel stal þessum peningi yfir þriggja og hálfs árs tímabil þar sem hann hafði yfirumsjón með kreditkortum fyrirtækisins. Hann færði 20 milljónir dollara yfir á FanDuel og um eina milljón dollara yfir á DraftKings en þetta eru bæði veðmálafyrirtæki. Hann notaði restina af peningum í alls konar hluti þar á meðal næstum því sex hundruð þúsund dollara hjá Apple og meira en fjörutíu þúsund samanlagt í vörur hjá Amazon og Best Buy. Hann eyddi sem sagt yfir 81 milljón króna í Apple vörur og yfir 5,4 milljónum króna í vörur hjá Amazon og Best Buy. Ex-Jaguars employee Amit Patel sentenced to 6 1/2 years in prison for fraud - via @ESPN App https://t.co/rZq5RhQE0S— Michael DiRocco (@ESPNdirocco) March 12, 2024 NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Amit Patel viðurkenndi að hafa stolið 22 milljónum Bandaríkjadala af Flórída félaginu þegar hann var starfsmaður þess en það jafngildir 2,99 milljörðum íslenskra króna. Patel var dæmdur sekur í gær og þarf að dúsa í sex og hálft ár í fangelsi. „Ég stend hér frammi fyrir ykkur, vandræðalegur, sneypulegur og vonsvikinn með eigin gjörðir. Ég get aldrei komið því fyllilega til skila hversu mér þykir þetta leiðinlegt,“ sagði hinn 31 árs gamli Patel í réttarsalnum. Hann segist hafa nú verið reglusamur í heilt ár og að hann sé að leita sér hjálpar við veðmálafíkninni. ESPN segir frá. Amit Patel, a former Jacksonville Jaguars USA employee who pleaded guilty to swindling $22 million from the team s coffers to fund his gambling addiction and a lavish lifestyle, was sentenced to six-and-a-half years in prison on Tuesday. https://t.co/8b1EIxMB2C pic.twitter.com/rDOl4vQaJt— Crime Reports India (@AsianDigest) March 13, 2024 Patel þarf líka að borga Jaguars 21,1 milljón dala í skaðabætur og sækja fundi hjá samtökum veðmálafíkla. „Við gáfum honum draumastarfið sitt. Við treystum honum. Við unnum með honum og deildum lífi okkar með honum. Við fórum í gegnum faraldurinn saman og upplifum hæðir og lægðir. Hann sveik okkur. Refsing hans er okkur ekkert ánægjuefni,“ sagði Megha Parekh, varaforseti félagsins. Patel stal þessum peningi yfir þriggja og hálfs árs tímabil þar sem hann hafði yfirumsjón með kreditkortum fyrirtækisins. Hann færði 20 milljónir dollara yfir á FanDuel og um eina milljón dollara yfir á DraftKings en þetta eru bæði veðmálafyrirtæki. Hann notaði restina af peningum í alls konar hluti þar á meðal næstum því sex hundruð þúsund dollara hjá Apple og meira en fjörutíu þúsund samanlagt í vörur hjá Amazon og Best Buy. Hann eyddi sem sagt yfir 81 milljón króna í Apple vörur og yfir 5,4 milljónum króna í vörur hjá Amazon og Best Buy. Ex-Jaguars employee Amit Patel sentenced to 6 1/2 years in prison for fraud - via @ESPN App https://t.co/rZq5RhQE0S— Michael DiRocco (@ESPNdirocco) March 12, 2024
NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn