Fótbolti

Stuðnings­menn Bayern settir í bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joshua Kimmich og félagar í Bayern München fá engna stuðnings úr stúkunni í næsta útileik sínum í Meistaradeildinni.
Joshua Kimmich og félagar í Bayern München fá engna stuðnings úr stúkunni í næsta útileik sínum í Meistaradeildinni. Getty/Silas Schueller

Bayern München fær engan stuðning úr stúkunni á seinni leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.

Ástæðan er að Knattspyrnusamband Evrópu hefur sett stuðningsmenn þýska liðsins í eins leiks bann.

Stuðningsfólk Bæjara braut reglur UEFA á bæði leikjum sínum við Lazio fyrr í þessum mánuði sem og gegn FC Kaupmannahöfn í október.

Bayern fékk fjörutíu þúsund evru sekt fyrir framkomu stuðningsfólksins í Kaupmannahöfn. Stuðningsmennirnir kveiktu á blysum í stúkunni á Parken og í leiknum á móti Lazio gerðust þeir sekir um að henda flugeldum inn á völlinn.

Ítrekuð brot stuðningsmanna í Lazio leiknum þýðir að engir stuðningsmenn Bayern fá ekki að kaupa sér miða á útileik liðsins í átta liða úrslitum.

Bayern hefur ákveðið að áfrýja ekki dómnum og sætta sig við niðurstöðuna.

Það verður dregið í átta liða úrslitin á föstudaginn en þau verða spiluð 16. til 17. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×