Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 22:41 Sveinn Andri segist hlakka til að fá nýjan formann í haust. Vísir/Samsett Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. Í viðtalinu sagðist Sigurður ekki taka undir með Sveini og meðverjanda hans Einari Oddi Sigurðssyni að niðurstaða hryðjuverkamálsins sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sigurður segir í viðtalinu að sýknudómurinn í gær hafi ekki komið sér á óvart vegna þess hvað sönnunarmatið sé strangt þegar metinn er ásetningur fólks en Sveinn hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi og er einstaklega laginn við það að koma sér í fjölmiðla til að tjá sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á og þekkir ekkert til; til þess eins að láta ljós sitt skína,“ segir Sveinn í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook í dag. Í færslunni segir hann sig og meðverjanda sinn hafa farið í gegnum allt málið frá upphafi til enda og fylgst með „ raðklúðri og síendurteknum mistökum lögreglu við meðferð málsins.“ Þeir séu þar af leiðandi í betri stöðu til að tjá sig fyrir hönd sinna umbjóðenda um störf lögreglu og ákæruvalds í málinu. „Í hvaða umboði er formaður Lögmannafélagsins að tjá sig um mál sem e.t.v. mun fara áfram á áfrýjunarstig eða verða grundvöllur skaðabótakröfu?“ spyr Sveinn. „Það væri óskandi að formaðurinn gæti tileinkað sér það stundum að þegja frekar en að tjá sig. Sérstaklega þegar hann hefur ekkert með það að gera að gaspra í fjölmiðlum um einstök mál sem eru rekin fyrir dómstólum og hann hefur enga aðkomu að. Mikið verður gott að fá nýjan formann í vor,“ skrifar Sveinn. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Í viðtalinu sagðist Sigurður ekki taka undir með Sveini og meðverjanda hans Einari Oddi Sigurðssyni að niðurstaða hryðjuverkamálsins sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sigurður segir í viðtalinu að sýknudómurinn í gær hafi ekki komið sér á óvart vegna þess hvað sönnunarmatið sé strangt þegar metinn er ásetningur fólks en Sveinn hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi og er einstaklega laginn við það að koma sér í fjölmiðla til að tjá sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á og þekkir ekkert til; til þess eins að láta ljós sitt skína,“ segir Sveinn í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook í dag. Í færslunni segir hann sig og meðverjanda sinn hafa farið í gegnum allt málið frá upphafi til enda og fylgst með „ raðklúðri og síendurteknum mistökum lögreglu við meðferð málsins.“ Þeir séu þar af leiðandi í betri stöðu til að tjá sig fyrir hönd sinna umbjóðenda um störf lögreglu og ákæruvalds í málinu. „Í hvaða umboði er formaður Lögmannafélagsins að tjá sig um mál sem e.t.v. mun fara áfram á áfrýjunarstig eða verða grundvöllur skaðabótakröfu?“ spyr Sveinn. „Það væri óskandi að formaðurinn gæti tileinkað sér það stundum að þegja frekar en að tjá sig. Sérstaklega þegar hann hefur ekkert með það að gera að gaspra í fjölmiðlum um einstök mál sem eru rekin fyrir dómstólum og hann hefur enga aðkomu að. Mikið verður gott að fá nýjan formann í vor,“ skrifar Sveinn.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42