Nú má heita Hendrix og Tótla Árni Sæberg skrifar 14. mars 2024 12:34 Jimi Hendrix heitinn og Tótla I. Sæmundsdóttir. Vísir Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls. Mannanöfn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls.
Mannanöfn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira