„Sjaldan liðið eins vel eftir tapleik“ Árni Gísli Magnússon skrifar 14. mars 2024 19:27 Sigurður Heiðar Höskuldsson er tekinn við Þórsliðinu. vísir/tjörvi týr Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir eins marks sigur á Þór í Boganum á Akureyri í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu uppbótartíma og var þar Aron Bjarnason að verki. Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum. Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum.
Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira