Fimm marka kvöld hjá West Ham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 19:49 Leikmenn West Ham fagna hér öðru marka Mohammed Kudus í kvöld. Getty/Justin Setterfield West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. West Ham og AC Milan unnu bæði örugga sigra, Marseille var næstum því búið að missa frá sér fjögurra marka forskot úr fyrri leiknum og Varsjáin dæmdi sigurmark Benfica gilt í Glasgow. West Ham vann 5-0 sigur á þýska liðinu Freiburg og þar með 5-1 samanlagt. West Ham var búið að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum við Freiburg strax í fyrri hálfleik. West Ham komst í 2-0 eftir mörk frá Lucas Paqueta á 9. mínútu og Jarrod Bowen á 32. mínútu. West Ham bætti síðan við þriðja markinu eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik þegar Bowen lagði upp mark fyrir Aaron Cresswell. Mohammed Kudus skoraði síðan fjórða markið á 77. mínútu og úrslitin voru endanlega ráðin. Kudus bætti síðan við fimmta markinu og öðru marki sínu á 85. mínútu eftir aðra stoðsendingu Bowen í leiknum. AC Milan vann 3-1 útisigur á Slavia Prag eftir að hafa verið komið í 3-0 í hálfleik. Tékkarnir misstu Tomas Holes af velli með rautt spjald á 20. mínútu ofan á það að hafa tapað fyrri leiknum 4-2. Christian Pulisic skoraði fyrsta markið á 33. mínútu, Ruben Loftus-Cheek skoraði annað markið á 36. mínútu og þriðja markið skoraði Rafael Leao í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Slavia Prag minnkaði muninn á 85. mínútu en komst ekki nær. Marseille tapaði 3-1 á móti Villarreal en lifði á úrslitunum úr fyrri leiknum. Marseille vann fyrri leikinn 4-0 og þurfti því ekki að hafa miklar áhyggjur á móti Villarreal. Spænska liðið vann leikinn með tveimur mörkum en þurfti miklu meira. Benfica sló Rangers út eftir 1-0 sigur í Skotlandi en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Rafa Silva kom Benfica í 1-0 á 66. mínútu en markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin leiðrétti hins vegar þann dóm. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
West Ham og AC Milan unnu bæði örugga sigra, Marseille var næstum því búið að missa frá sér fjögurra marka forskot úr fyrri leiknum og Varsjáin dæmdi sigurmark Benfica gilt í Glasgow. West Ham vann 5-0 sigur á þýska liðinu Freiburg og þar með 5-1 samanlagt. West Ham var búið að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum við Freiburg strax í fyrri hálfleik. West Ham komst í 2-0 eftir mörk frá Lucas Paqueta á 9. mínútu og Jarrod Bowen á 32. mínútu. West Ham bætti síðan við þriðja markinu eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik þegar Bowen lagði upp mark fyrir Aaron Cresswell. Mohammed Kudus skoraði síðan fjórða markið á 77. mínútu og úrslitin voru endanlega ráðin. Kudus bætti síðan við fimmta markinu og öðru marki sínu á 85. mínútu eftir aðra stoðsendingu Bowen í leiknum. AC Milan vann 3-1 útisigur á Slavia Prag eftir að hafa verið komið í 3-0 í hálfleik. Tékkarnir misstu Tomas Holes af velli með rautt spjald á 20. mínútu ofan á það að hafa tapað fyrri leiknum 4-2. Christian Pulisic skoraði fyrsta markið á 33. mínútu, Ruben Loftus-Cheek skoraði annað markið á 36. mínútu og þriðja markið skoraði Rafael Leao í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Slavia Prag minnkaði muninn á 85. mínútu en komst ekki nær. Marseille tapaði 3-1 á móti Villarreal en lifði á úrslitunum úr fyrri leiknum. Marseille vann fyrri leikinn 4-0 og þurfti því ekki að hafa miklar áhyggjur á móti Villarreal. Spænska liðið vann leikinn með tveimur mörkum en þurfti miklu meira. Benfica sló Rangers út eftir 1-0 sigur í Skotlandi en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Rafa Silva kom Benfica í 1-0 á 66. mínútu en markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin leiðrétti hins vegar þann dóm.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira