Refsing fótboltamannsins staðfest Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 15:59 Landsréttur staðfesti dóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Þriggja ára fangelsisrefsing Demetrius Allen, bandarísks karlmanns sem leikið hefur amerískan fótbolta hér á landi, fyrir nauðgun hefur verið staðfest. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira