Salvador á Djúpavogi reyndist heita Buszek og búa í Sandgerði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2024 11:01 Patrycja segir Buszek ekki hætta að knúsa sig eftir heimkomuna. Maríusz Zaworka Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi. „Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi. Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
„Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi.
Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira