Enski boltinn

Ful­ham fór illa með lið Totten­ham

Smári Jökull Jónsson skrifar
Richarlison svekktur eftir að hafa misnotað ágætt færi í seinni hálfleiknum í kvöld.
Richarlison svekktur eftir að hafa misnotað ágætt færi í seinni hálfleiknum í kvöld. Vísir/Getty

Fulham vann öruggan 3-0 sigur á liði Tottenham þegar liðin mættust í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tottenham mistókst því að komast upp í 4. sæti ensku deildarinnar.

Fyrir leikinn í dag var Tottenham í 5. sæti deildarinnar en var aðeins tveimur stigum á eftir Aston Villa sem var í 4. sæti. Fulham var hins vegar um miðja deild, sat í 12. sæti fyrir leikinn með jafnmörg stig og lið Bournemouth.

Tottenham byrjaði leikinn í dag betur og það var aðeins gegn gangi leiksins þegar Rodrigo Muniz kom Fulham yfir með marki eftir góða fyrirgjöf Anontee Robinson.

Staðan í hálfleik var 1-1 en strax í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Sasa Lukic forystu Fulham þegar hann skoraði eftir sendingu Timothy Castagne. Muniz bætti sínu öðru marki við tólf mínútum síðar og brekkan orðin afar brött fyrir lið Tottenham.

Tottenham ógnaði marki Fulham í nokkur skipti eftir þetta en tókst ekki að minnka muninn. Lokatölur 3-0 og Tottenham missti því af tækifærinu til að lyfta sér upp fyrir lið Aston Villa, um stundarsakir að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×