Midtjylland segir frá því á heimasíðu sinni að Olsson sé kominn úr öndunarvél og af gjörgæslu. Hann hefur verið fluttur á Hammel Neurocenter.
Glädjebeskedet: Kristoffer Olsson vårdas inte längre i respirator https://t.co/LhkS1FNp8w
— Sportbladet (@sportbladet) March 18, 2024
„Því miður hefur Kristoffer ekki náð upp hreyfigetu og hann getur ekki enn tjáð sig,“ segir enn fremur í fréttinni. Þar er líka talað um að endurhæfing Olsson taki nokkra mánuði.
„Það er of snemmt til að segja til um hvernig hann kemur út þessu,“ segir í fréttinni.
Olsson er með starfsmenn Midtjylland hjá sér sem og fjölskyldu sína.
Hann fannst meðvitundarlaus á heimili sínu og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann endaði í öndunarvél. Við rannsóknir kom í ljós að hann var með fjölda lítill blóðtappa í heilanum.
Olsson er landsliðsmaður Svía og hefur spilað á miðju Midtjylland frá því 2022. Hann á að baki 47 landsleiki fyrir Svía og var síðast í landsliðinu í nóvember.
FC Midtjylland's update on Kristoffer Olsson:
— Danish Scout (@DanishScout_) March 18, 2024
He has been transferred to Hammel Neurocentre where he will begin a lengthy rehabilitation process.
He is sadly not able to move or speak as of now. https://t.co/XHLxMl4Gfi pic.twitter.com/8CAh43ZMtm