Jakob Reynir Aftur reynir aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2024 19:35 Jakob Reynir Jakobsson vill fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Vísir/Arnar Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. Fyrir helgi tók Mannanafnanefnd fyrir mál manns sem vildi fá eigin- og millinafnið Aftur samþykkt. Nafninu var hafnað í báðum flokkum og í rökstuðningi nefndarinnar segir að það gangi gegn eðli íslenskrar nafnmyndunar að búa til nöfn úr atviksorðum og öðrum smáorðum. Þá gætu slík nöfn verið nafnbera til ama. Það var Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður á Horninu í miðbæ Reykjavíkur, sem sótti um að fá nafnið samþykkt. Hann hafði stefnt á að taka nafnið upp og heita þá Jakob Reynir Aftur Jakobsson. „Fyrir um það bil 42 mánuðum síðan var ég á mjög vondum stað í lífinu, búinn að vera lengi. Þannig ég lít svolítið á það að ég fékk tækifæri til að reyna aftur. Þannig þetta hefur þannig þýðingu fyrir mig þótt þetta sé til helmings húmorinn, þá er það þannig að nú er ég búinn að ná þessum árangri í lífinu og fékk tækifæri til þess að reyna aftur,“ segir Jakob Reynir. Þrátt fyrir höfnun Mannanafnanefndar ætlar Jakob Reynir ekki að gefast upp. Jakob Reynir Aftur, reynir aftur. „Útskýringarnar sem ég fékk við þessum fannst mér svolítið þunnar. Það var talað um að enginn hafi heitið atviksorði áður og þetta mætti ekki valda fólki ama. Ég er lögráða og borga skatta. Þetta er mín ákvörðun og mér finnst þetta orðið úrelt að þú megir ekki heita það sem þig langar til,“ segir Jakob Reynir. Og það verður veisla ef Jakob fær sínu framgengt. „Þegar þetta gengur í gegn, þá verður skírnarveisla. Það er klárt mál,“ segir Jakob Reynir. Skírður upp á nýtt? „Já, skírður upp á nýtt.“ Endurfæddur Jakob Reynir Aftur? „Já, klárt,“ segir Jakob Reynir og hlær. Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Fyrir helgi tók Mannanafnanefnd fyrir mál manns sem vildi fá eigin- og millinafnið Aftur samþykkt. Nafninu var hafnað í báðum flokkum og í rökstuðningi nefndarinnar segir að það gangi gegn eðli íslenskrar nafnmyndunar að búa til nöfn úr atviksorðum og öðrum smáorðum. Þá gætu slík nöfn verið nafnbera til ama. Það var Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður á Horninu í miðbæ Reykjavíkur, sem sótti um að fá nafnið samþykkt. Hann hafði stefnt á að taka nafnið upp og heita þá Jakob Reynir Aftur Jakobsson. „Fyrir um það bil 42 mánuðum síðan var ég á mjög vondum stað í lífinu, búinn að vera lengi. Þannig ég lít svolítið á það að ég fékk tækifæri til að reyna aftur. Þannig þetta hefur þannig þýðingu fyrir mig þótt þetta sé til helmings húmorinn, þá er það þannig að nú er ég búinn að ná þessum árangri í lífinu og fékk tækifæri til þess að reyna aftur,“ segir Jakob Reynir. Þrátt fyrir höfnun Mannanafnanefndar ætlar Jakob Reynir ekki að gefast upp. Jakob Reynir Aftur, reynir aftur. „Útskýringarnar sem ég fékk við þessum fannst mér svolítið þunnar. Það var talað um að enginn hafi heitið atviksorði áður og þetta mætti ekki valda fólki ama. Ég er lögráða og borga skatta. Þetta er mín ákvörðun og mér finnst þetta orðið úrelt að þú megir ekki heita það sem þig langar til,“ segir Jakob Reynir. Og það verður veisla ef Jakob fær sínu framgengt. „Þegar þetta gengur í gegn, þá verður skírnarveisla. Það er klárt mál,“ segir Jakob Reynir. Skírður upp á nýtt? „Já, skírður upp á nýtt.“ Endurfæddur Jakob Reynir Aftur? „Já, klárt,“ segir Jakob Reynir og hlær.
Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34