Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 06:53 Trump hefur átt í mestu vandræðum fyrir dómstólum síðustu misseri en það virðist ekki hafa komið niður á vinsældum hans meðal kjósenda. Getty/Scott Olson Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. Trygginguna þarf Trump að leggja fram eftir að hann var dæmdur til að greiða áðurnefnda upphæði í sekt eftir að hann var fundinn sekur um að hafa ýkt virði eigna sinna til að tryggja sér betri lánakjör. Trump, sem á fjölda dómsmála yfir höfði sér á sama tíma og hann freistar þess að komast aftur í Hvíta húsið, hefur biðlað til áfrýjunardómstóls um að frysta sektargreiðsluna eða samþykkja að lækka tryggingakröfu saksóknara í 100 milljónir dala. Ef dómstóllinn verður ekki við beiðni hans geta yfirvöld krafist þess að hann reiði af hendi allt það lausafé sem hann á og geri eignarnám fyrir afgangnum. Til að koma í veg fyrir þetta gæti Trump hins vegar gripið til neyðarúrræða; selt sjálfur eina af fasteignum sínum eða leitað á náðir annarra efnamanna. Þess má geta í þessu samhengi að greint hefur verið frá því að Trump hygðist funda með Elon Musk á næstunni. Ástæða þess að fyrirtækin eru sögð hafa neitað Trump um tryggingu er að hann á hreinlega ekki nóg af lausafé til að leggja fram á móti. Að teknu tilliti til þóknana og vaxta er hann sagður þurfa að leggja fram 550 milljónir dala í lausafé gegn hinu 454 milljón dala tryggingabréfi. Trump er sagður liggja á 350 milljónum í lausafé en það hefur gengið á forðann síðustu misseri, ekki síst eftir að hann neyddist til að leggja fram yfir 90 milljónir dala í tryggingu í meiðyrðamáli sem E. Jean Carroll, sem sakaði Trump um kynferðisofbeldi, höfðaði gegn forsetaefninu og vann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Trygginguna þarf Trump að leggja fram eftir að hann var dæmdur til að greiða áðurnefnda upphæði í sekt eftir að hann var fundinn sekur um að hafa ýkt virði eigna sinna til að tryggja sér betri lánakjör. Trump, sem á fjölda dómsmála yfir höfði sér á sama tíma og hann freistar þess að komast aftur í Hvíta húsið, hefur biðlað til áfrýjunardómstóls um að frysta sektargreiðsluna eða samþykkja að lækka tryggingakröfu saksóknara í 100 milljónir dala. Ef dómstóllinn verður ekki við beiðni hans geta yfirvöld krafist þess að hann reiði af hendi allt það lausafé sem hann á og geri eignarnám fyrir afgangnum. Til að koma í veg fyrir þetta gæti Trump hins vegar gripið til neyðarúrræða; selt sjálfur eina af fasteignum sínum eða leitað á náðir annarra efnamanna. Þess má geta í þessu samhengi að greint hefur verið frá því að Trump hygðist funda með Elon Musk á næstunni. Ástæða þess að fyrirtækin eru sögð hafa neitað Trump um tryggingu er að hann á hreinlega ekki nóg af lausafé til að leggja fram á móti. Að teknu tilliti til þóknana og vaxta er hann sagður þurfa að leggja fram 550 milljónir dala í lausafé gegn hinu 454 milljón dala tryggingabréfi. Trump er sagður liggja á 350 milljónum í lausafé en það hefur gengið á forðann síðustu misseri, ekki síst eftir að hann neyddist til að leggja fram yfir 90 milljónir dala í tryggingu í meiðyrðamáli sem E. Jean Carroll, sem sakaði Trump um kynferðisofbeldi, höfðaði gegn forsetaefninu og vann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira