Parið greindi frá gleðifréttunum í færslu á Instagram. Stúlkan er fyrsta barn parsins og kom hún í heiminn 4. febrúar síðastliðinn, fjórum vikum fyrir settan dag.
Í færslunni má sjá fallegar myndir frá skírnardeginum.
Hildur María og Sigurður Jakob byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um tveimur árum og virðist lífið nú leika við þau.