Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur parið hefur verið saman um nokkurt skeið en haldið því utan sviðsljóssins. Lífið í Austurríki hefur leikið við parið.
Tengdamamma ári yngri
Nokkur aldursmunur á parinu eða átján ár, en Heimir er fæddur 1981 og Diljá 1999. Þess má geta að tengdamóðir Heimis er einu ári yngri en hann.
Heimir gerðist fasteignasali eftir að hafa unnið við lögmennsku í sjö ár. Hann er sannkallaður ævintýramaður en hann smitaðist af fjallabakteríu árið 2018. Árið 2021 kleif hann hæsta fjalls veraldar, Mount Everest, ásamt félaga sínum Sigurði Bjarna Sveinssyni, eftir hafa verið sex vikur í Nepal í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest.