Ríkisvæðing og ríkisstjórnarmenning Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2024 13:00 Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Veruleikinn er sá að stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi. Eðlilega spyr frjálslynt fólk sig; hver verður næsta ríkisvæðing? Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu? Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir. Frumleg leið að hagræðingu Fjármálaráðherra sagði jafnframt í síðustu viku að nauðsynlegt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að koma til móts við aukin útgjöld. Það var mikilvægt. Það er hins vegar frumleg leið að hagræðingu að ríkisvæða tryggingarfélag fyrir 28,6 milljarða króna. Svo upplifum við enn einn dag hinna misvísandi skilaboða frá ríkisstjórninni. Menningin sem ríkisstjórnin hefur komið sér upp á þessum sjö árum er ekki góð, hvað þá til fyrirmyndar. Við horfum annars vegar upp á gengdarlausa útþenslu ríkisins. Afrekaskrá ríkisstjórnar í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri. Yfirlýsingakapphlaup og furðupólitík Þetta er ríkisstjórnarmenning sem hefur leitt af sér að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telja sig nokkuð óáreitt geta bætt við báknið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra. Það er furðulegt að horfa upp á þetta. Ég hef upplifað margt í pólítík en þetta er nýlunda. Ítrekað og aftur. Kannski er þetta nýsköpunin sem ríkisstjórnin vildi. Hvað veit ég? En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn. Það þarf að fara stjórna landinu. Það er deginum ljósara. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Kvika banki Tryggingar Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Menntamorð Ingólfur Gíslason Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Veruleikinn er sá að stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi. Eðlilega spyr frjálslynt fólk sig; hver verður næsta ríkisvæðing? Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu? Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir. Frumleg leið að hagræðingu Fjármálaráðherra sagði jafnframt í síðustu viku að nauðsynlegt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að koma til móts við aukin útgjöld. Það var mikilvægt. Það er hins vegar frumleg leið að hagræðingu að ríkisvæða tryggingarfélag fyrir 28,6 milljarða króna. Svo upplifum við enn einn dag hinna misvísandi skilaboða frá ríkisstjórninni. Menningin sem ríkisstjórnin hefur komið sér upp á þessum sjö árum er ekki góð, hvað þá til fyrirmyndar. Við horfum annars vegar upp á gengdarlausa útþenslu ríkisins. Afrekaskrá ríkisstjórnar í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri. Yfirlýsingakapphlaup og furðupólitík Þetta er ríkisstjórnarmenning sem hefur leitt af sér að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telja sig nokkuð óáreitt geta bætt við báknið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra. Það er furðulegt að horfa upp á þetta. Ég hef upplifað margt í pólítík en þetta er nýlunda. Ítrekað og aftur. Kannski er þetta nýsköpunin sem ríkisstjórnin vildi. Hvað veit ég? En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn. Það þarf að fara stjórna landinu. Það er deginum ljósara. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun