Ríkisvæðing og ríkisstjórnarmenning Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2024 13:00 Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Veruleikinn er sá að stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi. Eðlilega spyr frjálslynt fólk sig; hver verður næsta ríkisvæðing? Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu? Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir. Frumleg leið að hagræðingu Fjármálaráðherra sagði jafnframt í síðustu viku að nauðsynlegt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að koma til móts við aukin útgjöld. Það var mikilvægt. Það er hins vegar frumleg leið að hagræðingu að ríkisvæða tryggingarfélag fyrir 28,6 milljarða króna. Svo upplifum við enn einn dag hinna misvísandi skilaboða frá ríkisstjórninni. Menningin sem ríkisstjórnin hefur komið sér upp á þessum sjö árum er ekki góð, hvað þá til fyrirmyndar. Við horfum annars vegar upp á gengdarlausa útþenslu ríkisins. Afrekaskrá ríkisstjórnar í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri. Yfirlýsingakapphlaup og furðupólitík Þetta er ríkisstjórnarmenning sem hefur leitt af sér að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telja sig nokkuð óáreitt geta bætt við báknið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra. Það er furðulegt að horfa upp á þetta. Ég hef upplifað margt í pólítík en þetta er nýlunda. Ítrekað og aftur. Kannski er þetta nýsköpunin sem ríkisstjórnin vildi. Hvað veit ég? En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn. Það þarf að fara stjórna landinu. Það er deginum ljósara. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Kvika banki Tryggingar Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Veruleikinn er sá að stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi. Eðlilega spyr frjálslynt fólk sig; hver verður næsta ríkisvæðing? Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu? Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir. Frumleg leið að hagræðingu Fjármálaráðherra sagði jafnframt í síðustu viku að nauðsynlegt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að koma til móts við aukin útgjöld. Það var mikilvægt. Það er hins vegar frumleg leið að hagræðingu að ríkisvæða tryggingarfélag fyrir 28,6 milljarða króna. Svo upplifum við enn einn dag hinna misvísandi skilaboða frá ríkisstjórninni. Menningin sem ríkisstjórnin hefur komið sér upp á þessum sjö árum er ekki góð, hvað þá til fyrirmyndar. Við horfum annars vegar upp á gengdarlausa útþenslu ríkisins. Afrekaskrá ríkisstjórnar í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri. Yfirlýsingakapphlaup og furðupólitík Þetta er ríkisstjórnarmenning sem hefur leitt af sér að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telja sig nokkuð óáreitt geta bætt við báknið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra. Það er furðulegt að horfa upp á þetta. Ég hef upplifað margt í pólítík en þetta er nýlunda. Ítrekað og aftur. Kannski er þetta nýsköpunin sem ríkisstjórnin vildi. Hvað veit ég? En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn. Það þarf að fara stjórna landinu. Það er deginum ljósara. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun