Bóndi dæmdur í fimm ára bann frá nautgripum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 15:34 Nautgripirnir sem voru dauðir voru sjö talsins. Myndin er úr safni. Getty Bóndi hlaut í síðustu viku þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir vanrækslu á dýrum. Þá er honum óheimilt að hafa nautgripi í sinni umsjá, versla með þá, eða sýsla með öðrum hætti næstu fimm ár frá uppkvaðningu dómsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára.
Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira