Ísraelar segja Ísland vera að drukkna í krísu Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 10:09 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands og Guðlaugur Victor Pálsson, fallast í faðma eftir leik gegn Portúgal á síðast ári Vísir/ Hulda Margrét Á ísraelska vefmiðlinum One má finna ítarlegan greinarstúf sem ber nafnið Ísland í sídýpkandi krísu. Þar eru málavendingar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár rekin en á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. „Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
„Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira