Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til landsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 10:49 Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Vísir/Vilhelm Fyrsta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Um er að ræða breska skipið Ambition. 258 skipakomur eru áætlaðar í ár sem er örlítil fækkun frá því á síðasta ár þegar metfjöldi farþegaskipa kom til landsins. Markaðsstjóri segir nú frekar horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur af ferðamönnum frekar en að fjölga þeim. Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Í fréttatilkynningu frá Faxaflóahöfn segir að farþegar þess vilji upplifa norðurljós og feta í fótspor víkinga sem sigldu gjarnan þessa leið forðum daga. Á síðasta ári komu 262 skemmtiferðaskip til landsins sem var metfjöldi. Í ár verða þau 258 talsins samkvæmt bókunarstöðu þann 1. mars. Komur skemmtiferðaskipa til landsins síðastliðin 11 ár. Faxaflóahafnir Heildarfarþegar eru um 308 þúsund, en þar af eru 52 prósent skiptifarþegar. Sigurður Jökull Ólafsson, ,markaðstjóri Faxaflóahafna, segir gleðileg tíðindi að takist hafi að auka hlutdeild skiptifarþega þar sem tekjur af þeim séu ríflega þrisvar sinnum hærri heldur en af almennum skipafarþegum. „Rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF) sumarið 2023 leiddi í ljós aðalmennir farþegar skemmtiferðaskipa eyddu að meðaltali tæplega 28 þúsund á höfuðborgarsvæðinu – meðan skiptifarþegar eyddu tæplega 98 þúsund með gistingu á hótelum, mat, drykk, minjagripi, bílaleigu og annarri neyslu í landi. Þá var ekki talið með flugfargjald til eða frá landinu í sambandi við siglingu til eða frá Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sigurður Jökull segir ákveðnum toppi hafa verið náð á síðasta ári í fjölda skipa og nú sé horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur per ferðamenn frekar en vöxt í magni. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.Faxaflóahafnir Á morgun verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri farþegamiðstöð sem áætluð er að verði tilbúin árið 2026. Sigurður segir um að ræða fyrstu stóru farþegamiðstöðina í mjög langan tíma. „Ég sem markaðsstjóri er mjög glaður, því það sem maður vill gera er að auka framlegð og tryggja að við fáum meira út úr þessu. Það má ekki gleyma því að höfnin er miðlun, eins og flugstöð, Leifstöð til dæmis. Við erum eyja, það eru bara tvær gáttir inn i landið, skip eða flug. Okkar hlutverk er að vera skilvirk svo við getum haft öflugt atvinnulíf í landinu.“ Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01 Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Í fréttatilkynningu frá Faxaflóahöfn segir að farþegar þess vilji upplifa norðurljós og feta í fótspor víkinga sem sigldu gjarnan þessa leið forðum daga. Á síðasta ári komu 262 skemmtiferðaskip til landsins sem var metfjöldi. Í ár verða þau 258 talsins samkvæmt bókunarstöðu þann 1. mars. Komur skemmtiferðaskipa til landsins síðastliðin 11 ár. Faxaflóahafnir Heildarfarþegar eru um 308 þúsund, en þar af eru 52 prósent skiptifarþegar. Sigurður Jökull Ólafsson, ,markaðstjóri Faxaflóahafna, segir gleðileg tíðindi að takist hafi að auka hlutdeild skiptifarþega þar sem tekjur af þeim séu ríflega þrisvar sinnum hærri heldur en af almennum skipafarþegum. „Rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF) sumarið 2023 leiddi í ljós aðalmennir farþegar skemmtiferðaskipa eyddu að meðaltali tæplega 28 þúsund á höfuðborgarsvæðinu – meðan skiptifarþegar eyddu tæplega 98 þúsund með gistingu á hótelum, mat, drykk, minjagripi, bílaleigu og annarri neyslu í landi. Þá var ekki talið með flugfargjald til eða frá landinu í sambandi við siglingu til eða frá Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sigurður Jökull segir ákveðnum toppi hafa verið náð á síðasta ári í fjölda skipa og nú sé horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur per ferðamenn frekar en vöxt í magni. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.Faxaflóahafnir Á morgun verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri farþegamiðstöð sem áætluð er að verði tilbúin árið 2026. Sigurður segir um að ræða fyrstu stóru farþegamiðstöðina í mjög langan tíma. „Ég sem markaðsstjóri er mjög glaður, því það sem maður vill gera er að auka framlegð og tryggja að við fáum meira út úr þessu. Það má ekki gleyma því að höfnin er miðlun, eins og flugstöð, Leifstöð til dæmis. Við erum eyja, það eru bara tvær gáttir inn i landið, skip eða flug. Okkar hlutverk er að vera skilvirk svo við getum haft öflugt atvinnulíf í landinu.“
Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01 Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01
Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?