Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 10:23 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson í Bæjarbíói í gær þar sem framboðið var tilkynnt. Aðsend Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. Safna þarf 1500 meðmælum en þó lágmarksfjölda úr öllum fjórum landsfjórðungum. Þannig þarf 1233 undirskriftir úr Sunnlendingafjórðungi, 157 úr Norðlendingafjórðungi, 56 úr Vestfirðingafjórðungi og 54 úr Austfirðingafjórðungi. Hér má sjá undirskriftir í húsi í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. Janus Arn Guðmundsson, sem er hluti af kosningateymi Baldur og Felix Bergssonar, staðfestir þetta við fréttastofu. Söfnun hafi hafist klukkan hálf níu í morgun og takmarkinu verið náð klukkustund og 43 mínútum síðar. Hér má sjá fjölda undirskrifta í Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungi. Mikil virkni var í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið í morgun á meðan söfnun fór fram. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra hjóna, var meðal annars með ákall til Austfirðinga sem virðast samkvæmt færslu Gunnars hafa tekið síðar við sér en íbúar í öðrum fjórðungum. Gunnar Helgason, sem stofnaði Facebook-hóp fyrir framboð Baldurs sem nú telur um tuttugu þúsund manns, rak á eftir Austfirðingum í morgun. Alls hafa 43 skráð sig á Island.is til þess að safna undirskriftum. Þar má finna nokkurn fjölda sem ekki hefur tilkynnt formlega um framboð. Þá hefur Vísir upplýsingar að meðal þeirra 43 sem eru skráðir sé fólk sem ætlaði að mæla með frambjóðenda en skráði sig fyrir mistök sem frambjóðanda. Þann 26. apríl rennur framboðsfrestur út og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver eru í framboði til forseta. Eftir það verður hægt að kjósa utan kjörfundar m.a. hjá sýslumönnum og erlendis í sendiráðum og hjá ræðismönnum Íslands. Fréttastofa hvetur frambjóðendur til að tilkynna fréttastofu þegar lágmarks undirskriftum hefur verið náð. Það má gera á ritstjorn@visir.is. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. 20. mars 2024 14:02 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Safna þarf 1500 meðmælum en þó lágmarksfjölda úr öllum fjórum landsfjórðungum. Þannig þarf 1233 undirskriftir úr Sunnlendingafjórðungi, 157 úr Norðlendingafjórðungi, 56 úr Vestfirðingafjórðungi og 54 úr Austfirðingafjórðungi. Hér má sjá undirskriftir í húsi í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. Janus Arn Guðmundsson, sem er hluti af kosningateymi Baldur og Felix Bergssonar, staðfestir þetta við fréttastofu. Söfnun hafi hafist klukkan hálf níu í morgun og takmarkinu verið náð klukkustund og 43 mínútum síðar. Hér má sjá fjölda undirskrifta í Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungi. Mikil virkni var í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið í morgun á meðan söfnun fór fram. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra hjóna, var meðal annars með ákall til Austfirðinga sem virðast samkvæmt færslu Gunnars hafa tekið síðar við sér en íbúar í öðrum fjórðungum. Gunnar Helgason, sem stofnaði Facebook-hóp fyrir framboð Baldurs sem nú telur um tuttugu þúsund manns, rak á eftir Austfirðingum í morgun. Alls hafa 43 skráð sig á Island.is til þess að safna undirskriftum. Þar má finna nokkurn fjölda sem ekki hefur tilkynnt formlega um framboð. Þá hefur Vísir upplýsingar að meðal þeirra 43 sem eru skráðir sé fólk sem ætlaði að mæla með frambjóðenda en skráði sig fyrir mistök sem frambjóðanda. Þann 26. apríl rennur framboðsfrestur út og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver eru í framboði til forseta. Eftir það verður hægt að kjósa utan kjörfundar m.a. hjá sýslumönnum og erlendis í sendiráðum og hjá ræðismönnum Íslands. Fréttastofa hvetur frambjóðendur til að tilkynna fréttastofu þegar lágmarks undirskriftum hefur verið náð. Það má gera á ritstjorn@visir.is.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. 20. mars 2024 14:02 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. 20. mars 2024 14:02
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10