Nýir vinnuveitendur Donna stoltir: „Sýnir hve langt félagið hefur náð“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 14:31 Kristján Örn Kristjánsson var með íslenska landsliðinu á EM í janúar en hefur síðan verið frá keppni vegna meiðsla. Getty/Marco Steinbrenner Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, flytur frá Frakklandi til Árósa í sumar því hann hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið SAH. Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján. Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján.
Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira