Færðu forseta Íslands mislita sokka Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2024 14:13 Forseti Íslands með glæsilegum hópi gesta í tilefni alþjóðadags Downs heilkennisins. Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. Hefð hefur verið fyrir því í forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Félag áhugafólks um Downs heilkenni heimsæki forsetann og færi honum mislita sokka að gjöf. Guðjón Gísli Kristinsson myndlistarmaður hannaði sokkana að þessu sinni með Guðjóni Tryggvasyni fatahönnuði.Stöð 2/Sigurjón „Stundum þarf táknrænar leiðir til að vekja athygli á hinu sjálfsagða. Ef það eru skræpóttir sokkar, þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“sagði forsetinn glaður í bragði þegar hann bauð nokkra krakka og fullorðna með Downs heilkenni og aðstandendur velkomna á Bessastaði. Að þessu sinni eru sokkarnir íslensk hönnun úr smiðju Guðjóns Tryggvasonar fatahönnuðar og Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns, sem fæddist með Downs heilkenni. Guðmundur Ármann Pétursson formaður áhugafólks um Downs heilkennið segir mjög mikilvægt að eiga þennan dag til að minna á málefnið.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið segir daginn hafa mikla þýðingu fyrir fólk með Downs heilkenni og aðstandendur þeirra. „Við náum að fá þessa athygli, vekja athygli á hagsmunum fólks með Downs heilkenni. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir okkur," segir Guðmundur Ármann. Sameinuðu þjóðirnar hafi gert þetta að alþjóðlegum degi Downs heilkennis árið 2011. Guðjón Gísli Kristinsson listamaður sem fæddist með Downs heilkenni afhenti forseta Íslands tvenn pör af mislitum sokkum í dag. Ein fyrir forsetan og önnur fyrir Elizu forsetafrú. Guðjón tryggvason fatahönnuð kom einnig að hönnun sokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Og sögðu þá meðal annars frá því að Downs heilkenni er erfðabreytileiki sem hefur verið með mannkyni alla tíð. Það er ekki eitthvað að eða öðruvísi. Þetta er bara erfðabreytileiki og við erum að fagna því. Við erum að fagna lífinu og því að við viljum búa í fjölbreyttu samfélagi þar sem allir eiga að eiga jafnan aðgang,“ sagði Guðmundur Ármann á Bessastöðum í morgun. Forsetinn lætur ekki nægja að taka á móti hópnum á Bessastöðum. Hann ætlar líka að mæta í partý og dansleik félagsins í Þróttaraheimilinu í kvöld þar sem Herra Hnetusmjör heldur uppi fjörinu. Guðni segir þetta með skemmtilegri embættisverkum hans. En hér væri líka alvara á ferð því með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fæddum börnum með Downs heilkenni. „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Downs-heilkenni Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hefð hefur verið fyrir því í forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Félag áhugafólks um Downs heilkenni heimsæki forsetann og færi honum mislita sokka að gjöf. Guðjón Gísli Kristinsson myndlistarmaður hannaði sokkana að þessu sinni með Guðjóni Tryggvasyni fatahönnuði.Stöð 2/Sigurjón „Stundum þarf táknrænar leiðir til að vekja athygli á hinu sjálfsagða. Ef það eru skræpóttir sokkar, þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“sagði forsetinn glaður í bragði þegar hann bauð nokkra krakka og fullorðna með Downs heilkenni og aðstandendur velkomna á Bessastaði. Að þessu sinni eru sokkarnir íslensk hönnun úr smiðju Guðjóns Tryggvasonar fatahönnuðar og Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns, sem fæddist með Downs heilkenni. Guðmundur Ármann Pétursson formaður áhugafólks um Downs heilkennið segir mjög mikilvægt að eiga þennan dag til að minna á málefnið.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið segir daginn hafa mikla þýðingu fyrir fólk með Downs heilkenni og aðstandendur þeirra. „Við náum að fá þessa athygli, vekja athygli á hagsmunum fólks með Downs heilkenni. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir okkur," segir Guðmundur Ármann. Sameinuðu þjóðirnar hafi gert þetta að alþjóðlegum degi Downs heilkennis árið 2011. Guðjón Gísli Kristinsson listamaður sem fæddist með Downs heilkenni afhenti forseta Íslands tvenn pör af mislitum sokkum í dag. Ein fyrir forsetan og önnur fyrir Elizu forsetafrú. Guðjón tryggvason fatahönnuð kom einnig að hönnun sokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Og sögðu þá meðal annars frá því að Downs heilkenni er erfðabreytileiki sem hefur verið með mannkyni alla tíð. Það er ekki eitthvað að eða öðruvísi. Þetta er bara erfðabreytileiki og við erum að fagna því. Við erum að fagna lífinu og því að við viljum búa í fjölbreyttu samfélagi þar sem allir eiga að eiga jafnan aðgang,“ sagði Guðmundur Ármann á Bessastöðum í morgun. Forsetinn lætur ekki nægja að taka á móti hópnum á Bessastöðum. Hann ætlar líka að mæta í partý og dansleik félagsins í Þróttaraheimilinu í kvöld þar sem Herra Hnetusmjör heldur uppi fjörinu. Guðni segir þetta með skemmtilegri embættisverkum hans. En hér væri líka alvara á ferð því með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fæddum börnum með Downs heilkenni. „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Downs-heilkenni Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira