Hækkun varnargarða hafin: „Þetta er ekki snjór sem bráðnar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 17:48 Vinna við hækkun varnargarða norðan við Grindavík er þegar hafin. Vísir/Vilhelm Vinna við hækkun varnargarða norðaustan við Grindavík er þegar hafin að sögn jarðverkfræðings. Fyrr í dag var greint frá því að hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefði skriðið kröftuglega fram og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Varnargarðateymið hefur brugðist við því og er byrjað að vinna við að hækka þá. „Þetta framhlaup keyrði á varnargarðana aftur og þeir virkuðu mjög vel og leiddu þetta til sitt hvorrar handar, til vesturs og austurs. Þar með er hraunið orðið jafnhátt þeim. Þá er næsta viðbragða að auka í það þarna uppi á horninu þar sem þeir mætast fyrir ofan bæinn,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Á korti Veðurstofunnar má sjá varnargarðana norðan og norðaustan við Grindavík sem mætast í sirka níutíu gráðu horni. Hraunið er byrjað að þrýsta á varnargarðana og því þarf að hækka þá. Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan „Það lagði af stað í morgun þykk apalhraunstunga sem klofnaði fallega á þessu og fór sitt hvorum megin við, aðallega austan við. Þá er þetta hraun búið að ná þessari hæð. Þegar það kemur eitthvað ofan á þetta þá þurfum við að hækka garðana,“ segir hann. Jón Haukur segir vinnuna við að hækka varnargarðana þegar hafna. Fyrst byrji þeir á að laga aðgengi að görðunum og svo hækka þeir sjálfa garðana. „Við byrjum á að gera vegi að þessu, byrjum á að gera leiðir og svo byggir maður sig upp,“ segir hann. „Þetta er hafið og er viðbragð við þessu en ekkert panik, bara unnið í rólegheitum. Þetta er búið að taka á sig þrisvar sinnum hraun. Þetta er ekki snjór sem bráðnar,“ segir hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefði skriðið kröftuglega fram og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Varnargarðateymið hefur brugðist við því og er byrjað að vinna við að hækka þá. „Þetta framhlaup keyrði á varnargarðana aftur og þeir virkuðu mjög vel og leiddu þetta til sitt hvorrar handar, til vesturs og austurs. Þar með er hraunið orðið jafnhátt þeim. Þá er næsta viðbragða að auka í það þarna uppi á horninu þar sem þeir mætast fyrir ofan bæinn,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Á korti Veðurstofunnar má sjá varnargarðana norðan og norðaustan við Grindavík sem mætast í sirka níutíu gráðu horni. Hraunið er byrjað að þrýsta á varnargarðana og því þarf að hækka þá. Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan „Það lagði af stað í morgun þykk apalhraunstunga sem klofnaði fallega á þessu og fór sitt hvorum megin við, aðallega austan við. Þá er þetta hraun búið að ná þessari hæð. Þegar það kemur eitthvað ofan á þetta þá þurfum við að hækka garðana,“ segir hann. Jón Haukur segir vinnuna við að hækka varnargarðana þegar hafna. Fyrst byrji þeir á að laga aðgengi að görðunum og svo hækka þeir sjálfa garðana. „Við byrjum á að gera vegi að þessu, byrjum á að gera leiðir og svo byggir maður sig upp,“ segir hann. „Þetta er hafið og er viðbragð við þessu en ekkert panik, bara unnið í rólegheitum. Þetta er búið að taka á sig þrisvar sinnum hraun. Þetta er ekki snjór sem bráðnar,“ segir hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira