Pizzan reynir að eigna sér Megaviku Domino's Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 21:45 Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, segir að um hafi verið að stærsta dag Domino's á Íslandi frá upphafi. Aðsend Leyfi Domino‘s á Íslandi á vörumerkinu Megaviku rann út í fyrra og sótti fyrirtækið ekki um endurnýjun á tilsettum tíma. Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, sá sér leik á borði og sótti um skráningu á vörumerkinu í gegnum hlutafélagið Kjútís. Ekki er enn komin niðurstaða í málið. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu en tveir starfsmenn Hugverkastofu vöktu athygli á deilunni um vörumerkið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, furðar sig á tilkynningarferli Hugverkastofu en Domino's barst ekkert bréf um að skráningin væri að renna út. Hann viðurkennir þó að fyrirtækið hefði átt að vera meðvitað um stöðu skráningar. Mest furðar hann sig á því að Pizzan skuli leggjast svona lágt í samkeppninni. Hann segir þó að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem samkeppnisaðilar hermi eftir Domino's hvort sem það er í markaðsmálum eða í vöruþróun. Pizzan fylgdist grannt með skráningunni „Manni finnst þetta ansi sérstakt að eltast við svona mál í stað þess að gera sína eigin hluti og koma með eitthvað annað á markað. Það er nú eins og það stundum er,“ sagði Magnús í samtali við Vísi um málið. Hvernig ratar þetta til ykkar? „Við áttum okkur á því stuttu eftir að þetta rennur út og þá sjáum við að það er komin umsókn sem kom okkur auðvitað á óvart. En þeir hafa greinilega verið að fylgjast með. Þá fórum við af stað í þetta. Vörumerkjaréttur er þannig að við höfðum engar áhyggjur af þessu en það er þessi tilraun sem manni finnst frekar lágt lagst í samkeppninni,“ segir Magnús. Hafið þið átt í einhverju samskiptum við Pizzuna vegna málsins? „Nei. Það sem er líka merkilegt í þessu er að þeir eru að sækja um þetta fyrir pizzur en þetta félag er ekki í neinni slíkri starfsemi. Þetta er skráð sem heildverslun sem er enn þá skrítnara,“ segir hann um hlutafélagið Kjútís ehf. sem er í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, eiganda Pizzunnar. Tuttugu ára notkun á vörumerkinu Magnús segist þó ekki hafa áhyggjur af málinu enda sé Megavika ótvírætt vörumerki Domino's. Það sé ljóst af áratugalangri notkun fyrirtækisins í ýmsum miðlum. „Við erum búin að skila inn viðbótargögnum til Hugverkastofu sem sýnir fram á hátt í tuttugu ára notkun á vörumerkinu. Það er allt mjög vel skjalfest eins og allir vita í sjónvarpi, á prenti, á vef og ég veit ekki hvað og hvað sem sýna fram á notkunina. Þannig það fer ekkert á milli mála,“ segir hann um vörumerkið sem hefur verið í notkun frá aldamótum og verið skráð vörumerki Domino's frá 2003. Hins vegar er enn beðið eftir niðurstöðu í málinu. Því segir Magnús það hafa komið sér á óvart að starfsmenn Hugverkastofu skyldu fjalla opinberlega um málið meðan það væri enn til meðferðar hjá stofnuninni. Veitingastaðir Höfundarréttur Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu en tveir starfsmenn Hugverkastofu vöktu athygli á deilunni um vörumerkið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, furðar sig á tilkynningarferli Hugverkastofu en Domino's barst ekkert bréf um að skráningin væri að renna út. Hann viðurkennir þó að fyrirtækið hefði átt að vera meðvitað um stöðu skráningar. Mest furðar hann sig á því að Pizzan skuli leggjast svona lágt í samkeppninni. Hann segir þó að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem samkeppnisaðilar hermi eftir Domino's hvort sem það er í markaðsmálum eða í vöruþróun. Pizzan fylgdist grannt með skráningunni „Manni finnst þetta ansi sérstakt að eltast við svona mál í stað þess að gera sína eigin hluti og koma með eitthvað annað á markað. Það er nú eins og það stundum er,“ sagði Magnús í samtali við Vísi um málið. Hvernig ratar þetta til ykkar? „Við áttum okkur á því stuttu eftir að þetta rennur út og þá sjáum við að það er komin umsókn sem kom okkur auðvitað á óvart. En þeir hafa greinilega verið að fylgjast með. Þá fórum við af stað í þetta. Vörumerkjaréttur er þannig að við höfðum engar áhyggjur af þessu en það er þessi tilraun sem manni finnst frekar lágt lagst í samkeppninni,“ segir Magnús. Hafið þið átt í einhverju samskiptum við Pizzuna vegna málsins? „Nei. Það sem er líka merkilegt í þessu er að þeir eru að sækja um þetta fyrir pizzur en þetta félag er ekki í neinni slíkri starfsemi. Þetta er skráð sem heildverslun sem er enn þá skrítnara,“ segir hann um hlutafélagið Kjútís ehf. sem er í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, eiganda Pizzunnar. Tuttugu ára notkun á vörumerkinu Magnús segist þó ekki hafa áhyggjur af málinu enda sé Megavika ótvírætt vörumerki Domino's. Það sé ljóst af áratugalangri notkun fyrirtækisins í ýmsum miðlum. „Við erum búin að skila inn viðbótargögnum til Hugverkastofu sem sýnir fram á hátt í tuttugu ára notkun á vörumerkinu. Það er allt mjög vel skjalfest eins og allir vita í sjónvarpi, á prenti, á vef og ég veit ekki hvað og hvað sem sýna fram á notkunina. Þannig það fer ekkert á milli mála,“ segir hann um vörumerkið sem hefur verið í notkun frá aldamótum og verið skráð vörumerki Domino's frá 2003. Hins vegar er enn beðið eftir niðurstöðu í málinu. Því segir Magnús það hafa komið sér á óvart að starfsmenn Hugverkastofu skyldu fjalla opinberlega um málið meðan það væri enn til meðferðar hjá stofnuninni.
Veitingastaðir Höfundarréttur Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira