Björgvin og Sara með yfirburði en þetta eru þau efstu á Íslandi í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru einu Íslendingarnir inn á topp hundrað í CrossFit Open í ár. @sarasigmunds og @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru langefst Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en niðurstöður úr þriðju og síðustu viku CrossFit Open hafa nú verið staðfestar. Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games
CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira