Getur ekki keppt í formúlu 1 af því að liðið gaf öðrum bílinn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 14:30 Alexander Albon frá Tælandi og Logan Sargeant frá Bandaríkjunum eru ökumenn Williams liðsins. Getty/Peter Fox Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Sargeant keyrir fyrir Williams liðið en liðsfélagi hans er Alexander Albon. Albon varð fyrir því óhappi að eyðileggja bílinn sinn á æfingum í Melbourne en það bitnar þó ekki á honum heldur liðsfélaganum. OFFICIEL ! Williams annonce que Logan Sargeant laissera sa monoplace à Alex Albon pour le reste du week-end ! #F1 #AusGP pic.twitter.com/yRHB9r5OZw— Off Track (@OffTrack_FR) March 22, 2024 Forráðamenn Williams liðsins ákváðu nefnilega að láta Albon fá bílinn hans Sargeant. Sargeant situr því upp í stúku á meðan keppnin fer fram. Ástæðan er hreinlega sú að Williams menn telja að Albon eigi meiri möguleika á því að ná í stig heldur en Sargeant. Sargeant sagði sjálfur frá því að þetta væri erfiðasti tímapunkturinn sem hann muni eftir á sínum ferli. Albon klessti bílinn það mikið að það þarf að senda bílinn alla leið heim til Bretlands til lagfæringar. „Þótt að það ætti ekki að koma niður á Logan að annar en hann geri mistök þá telur hver einasta keppni í baráttunni. Stigakeppnin hefur aldrei verið jafnari og við tókum þessa ákvörðun út frá því hver væri besti möguleikinn fyrir liðið okkar að ná í stig,“ sagði James Vowles, framkvæmdastjóri Williams liðsins. BREAKING Alex Albon to race in Logan Sargeant s car for the remainder of the weekend.Sargeant will sit out the Australian Grand Prix#F1 #AusGP pic.twitter.com/l4QzKJvWsS— Formula 1 (@F1) March 22, 2024 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Sargeant keyrir fyrir Williams liðið en liðsfélagi hans er Alexander Albon. Albon varð fyrir því óhappi að eyðileggja bílinn sinn á æfingum í Melbourne en það bitnar þó ekki á honum heldur liðsfélaganum. OFFICIEL ! Williams annonce que Logan Sargeant laissera sa monoplace à Alex Albon pour le reste du week-end ! #F1 #AusGP pic.twitter.com/yRHB9r5OZw— Off Track (@OffTrack_FR) March 22, 2024 Forráðamenn Williams liðsins ákváðu nefnilega að láta Albon fá bílinn hans Sargeant. Sargeant situr því upp í stúku á meðan keppnin fer fram. Ástæðan er hreinlega sú að Williams menn telja að Albon eigi meiri möguleika á því að ná í stig heldur en Sargeant. Sargeant sagði sjálfur frá því að þetta væri erfiðasti tímapunkturinn sem hann muni eftir á sínum ferli. Albon klessti bílinn það mikið að það þarf að senda bílinn alla leið heim til Bretlands til lagfæringar. „Þótt að það ætti ekki að koma niður á Logan að annar en hann geri mistök þá telur hver einasta keppni í baráttunni. Stigakeppnin hefur aldrei verið jafnari og við tókum þessa ákvörðun út frá því hver væri besti möguleikinn fyrir liðið okkar að ná í stig,“ sagði James Vowles, framkvæmdastjóri Williams liðsins. BREAKING Alex Albon to race in Logan Sargeant s car for the remainder of the weekend.Sargeant will sit out the Australian Grand Prix#F1 #AusGP pic.twitter.com/l4QzKJvWsS— Formula 1 (@F1) March 22, 2024
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira