Orkumálastjóri íhugar forsetaframboð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 13:35 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segist hafa fengið margar áskoranir um að bjóða sig fram. „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð. Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira