RÚV hafði samband við þá frambjóðendur sem höfðu ekki tilkynnt um framboð sitt og af þeim sem svöruðu í símann reyndust ellefu hafa stofnað eigin undirskriftarlista að þeim óvörum.
Margir þeirra sem haft var samband við komu af fjöllum og höfðu ekki hugmynd um að þeirra nafn væri á listanum. Af þeim spurðu nokkrir hvernig taka mætti nafn sitt af listanum.
Brynhildur Bolladóttir, lögfræðingur hjá landskjörstjórn, segir í samtali við RÚV að breytingar hafi verið gerðar á uppsetningu síðunnar sem notuð er til að stofna til meðmælasöfnunnar í ljósi málsins.
„Við gerðum breytingar í gær þannig að takkinn „Stofna til meðmælasöfnunar vegna forsetaframboðs“ er kominn neðst á síðuna til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta,“ segir hún í samtalið við Ríkisútvarpið.
Eins og er hafa 42 stofnað til meðmælasöfnunar en eitthvað virðist ætla að fækka á þeim lista í ljósi málsins.