Á þeim skamma tíma sem þá var til stefnu tók hins vegar við sannkallað markaregn, því Köln náði að jafna metin með tveimur mörkum á þremur mínútum.
Selma fékk engu að síður að fagna sigri, 4-3, því hin svartfellska Medina Desic skoraði sigurmark á annarri mínútu uppbótartíma.
Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir Nürnberg sem nú er með 12 stig eftir 17 leiki. Liðið er enn í fallsæti en nú aðeins stigi á eftir Leipzig og tveimur stigum á eftir Köln, þegar enn eru fimm umferðir eftir. Leipzig á leik til góða en nóg er fyrir Nürnberg að komast upp fyrir annað þessara liða til að bjarga sér frá falli.
Nürnberg á eftir að mæta Leipzig og botnliði Duisburg á heimavelli í síðustu umferðunum.