Efstu tvö liðin sleppa við umspil en Valskonur hafa haft töluverða yfirburði í vetur og aðeins tapað einum leik. Þær tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í lok febrúar og þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að leika í umspilinu.
Fram sleppur einnig við umspilið en liðið tryggði sér annað sæti deildarinnar með sigri á KA/Þór í dag sem féll þá endanlega úr deildinni en liðið endaði í neðsta sæti. Nánar má lesa um leikinn hér að neðan.
Liðið fjögur sem fara í umspilið eru því Haukar, ÍBV, ÍR og Stjarnan.
Úrslit dagsins
Stjarnan - ÍBV 23-23
Haukar - ÍR 21-21
Afturelding - Valur 20-33
Fram - KA/Þór 26-23