Baldur tjáir sig um málskotsréttinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 18:41 Baldur Þórhallsson forsetarambjóðandi skýrði betur afstöðu sína til málskotsréttar forseta í færslu á Facebook í dag. Aðsend Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma. Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent