Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 23:54 Forsvarsmenn samtakanna segjast ekki hafa fengið neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. AP/Fatima Shbair Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannaaðstoðarinnar, birti í dag færslu á miðilinn X þar sem hann segir það vera óforskammanlegt að ísraelsk yfirvöld skuli ekki hleypa birgðum inn á svæðið. „Þetta er svívirðilegt og er viljandi gert til að hindra björgunaraðstoð á meðan hungursneyð af mannavöldum stendur yfir. Þessum hömlum verður að aflétta,“ skrifar Philippe. # Gaza: as of today, @UNRWA, the main lifeline for #Palestine Refugees, is denied from providing lifesaving assistance to northern Gaza. Despite the tragedy unfolding under our watch, the Israeli Authorities informed the UN that they will no longer approve any @UNRWA food pic.twitter.com/lfp9xRQuh1— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) March 24, 2024 Juliette Touma, talskona flóttamannaaðstoðarinnar, segir fulltrúa ísraelshers hafa staðfest þetta á fundi í dag. Hún segist ekki hafa fengið neinn rökstuðning. Martin Griffiths, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að flóttamannaaðstoðin sé lífæð mannúðarstarfsins á svæðinu og að Ísraelsmenn verði að afnema hömlurnar umsvifalaust. Að mati sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna bíður sultur yfir íbúum norðanverðs Gasasvæðisins ekki seinna en í maí ef ekki verður gripið inn í. Að sögn Juliette Touma hefur flóttamannaaðstoðinni ekki tekist að koma matarbirgðum til norðanverðs svæðisins síðan 29. janúar síðastliðins. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannaaðstoðarinnar, birti í dag færslu á miðilinn X þar sem hann segir það vera óforskammanlegt að ísraelsk yfirvöld skuli ekki hleypa birgðum inn á svæðið. „Þetta er svívirðilegt og er viljandi gert til að hindra björgunaraðstoð á meðan hungursneyð af mannavöldum stendur yfir. Þessum hömlum verður að aflétta,“ skrifar Philippe. # Gaza: as of today, @UNRWA, the main lifeline for #Palestine Refugees, is denied from providing lifesaving assistance to northern Gaza. Despite the tragedy unfolding under our watch, the Israeli Authorities informed the UN that they will no longer approve any @UNRWA food pic.twitter.com/lfp9xRQuh1— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) March 24, 2024 Juliette Touma, talskona flóttamannaaðstoðarinnar, segir fulltrúa ísraelshers hafa staðfest þetta á fundi í dag. Hún segist ekki hafa fengið neinn rökstuðning. Martin Griffiths, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að flóttamannaaðstoðin sé lífæð mannúðarstarfsins á svæðinu og að Ísraelsmenn verði að afnema hömlurnar umsvifalaust. Að mati sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna bíður sultur yfir íbúum norðanverðs Gasasvæðisins ekki seinna en í maí ef ekki verður gripið inn í. Að sögn Juliette Touma hefur flóttamannaaðstoðinni ekki tekist að koma matarbirgðum til norðanverðs svæðisins síðan 29. janúar síðastliðins.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira